Krækiber, bláber og önnur ber: Hvernig er sprettan?

Bara nokkur ber.

Krækiber og bláber virðast ekki hafa sprottið vel í sumar en þessi ungi maður hefur þó tekist að ná sér í nokkur

Skemmtilegt í berjamó! Krækiber, bláber og aðalbláber er það sem flestir sækjast eftir en margir tína líka hrútaber og fleiri tegundir. Berjaspretta hefur þó ekki verið upp á marga fiska nú seinni part sumars og óvíst hvort hún nái sér fyrir sumarlok. Í Morgunblaðinu  kemur fram að mögulega sé það vegna kuldans í vor og í sumar.

Í versluninni Vínberið í Reykjavík eru seld krækiber, bláber, aðalbláber og rifsber. Verslunareigandinn Logi Helgason segir í samtali við Morgunblaðið að um þetta leyti í fyrra hafi allt verið komið á fullt. Nú sé berjatíðin þremur vikum seinni en í fyrra og engin ber komið í búðina. Hann á ekki von á að berin fari að taka við sér fyrr en um 20. ágúst – og komi kannski ekki neitt. Við fylgjumst með og bíðum spennt eftir að berin taki við sér.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd