Hvanneyri: Líf og fjör í gamla bændaskólanum

Hvanneyri

Ernir Daði og Óttarr Birnir bregða á leik við gamla bændaskólann á Hvanneyri.

Hvað vitið þið um Hvanneyri í Borgarfirði? Staðurinn heitir eftir hvönninni, sem talin er hafa lækningamátt. Það er víst að fólk hressist við á staðnum. Þar er margt að skemmtilegt að gera, skoða og leika sér bæði vetur, sumar, haust og vor.

Bræðurnir Ernir Daði og Óttarr Birnir vildu ólmir leyfa lesendum Úllendúllen að sjá hvað þeim finnst skemmtilegt að gera á Hvanneyri.

Hvanneyri

Á bak við gamla Bændaskólann á Hvanneyri er Frúargarðurinn svokallaði. Þar eru höggmyndir af fyrrverandi skòlastjòrum skólans.

Höfðinginn á Hvanneyri

Hvanneyri er í Borgarfirði á sér langa sögu. Talið er að staðurinn hafi verið á meðal landnámsjarða stórskáldsins og höfðingjans Egils Skallagrímssonar (ca. 910-990). Talið er að foreldrar Egils hafi verið á meðal flóttafólks frá Noregi sem kom hingað til lands við upphaf landnáms á eftir vini fjölskyldunnar, Ingólfi Arnarsyni. Þau námu land á milli Borgarhrauns og Hafnarfjalls í Borgarfirði.

Egill er talinn hafa verið fæddur á Borg á Mýrum. Egill Skallagrímsson getur því hafa verið af fyrstu kynslóð Íslendinga. Fjallað er um Egil í Egilssögu sem talið er að stórskáldið Snorri Sturluson hafi ritað en foreldra hans og afann Kveld-Úlf í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar.

Talið er að Egill Skallagrímsson hafi byggt bæ á Hvanneyri og var þar lengi stórbýli í þessari frjósömu sveit.

Bændaskólinn

Árið 1889 var búnaðarskóli settur á laggirnar á Hvanneyri og voru sjö jarðir og hjáleigur settar undir skólann. Árið 1907 var skólanum breytt í Bændaskólanum á Hvanneyri sem margir þekkja og hófst þar framhaldsnám í búvísindum árið 1947. Í kjölfarið myndaðist lítið þéttbýli á staðnum. Bændaskólinn er nú orðinn að Landbúnaðarháskóla Íslands og eiga nokkuð hundruð manns heima þar í dag í fallegri byggð nálægt Borgarnesi.

Hvanneyri

Skemma var byggð á Hvanneyri árið 1895 yfir allar veislurnar á staðnum. Húsið var lengi illa farið og kallað draugahús. Nú er búið að gera skemmuna upp á afar fallegan hátt. Enn eru haldnar veislur í Skemmunni. Þar er nú kaffihús á sumrin en þess utan er húsið notað sem safnarheimili.

Kirkja var reist á Hvanneyri á 12. öld. Þetta er svokölluð bændakirkja og er hún í eigu jarðareigenda en ekki þjóðkirkjunnar eða safnaðar kirkjunnar. Í tilviki kirkjunnar á Hvanneyri þá er hún í eigu Landbúnaðarháskólans.

Hvanneyri

Kirkjan á Hvanneyri er pínulítil og sjarmerandi. Hún er meira en 100 ára gömul!

Kirkjan stóð áður fyrr á Kirkjuhól. Árið 1903 fauk hún og lenti norðan við kirkjugarðinn. Ákveðið var að færa kirkjuna og var ný kirkja reist þar sem sú gamla lenti í rokinu. Nýja kirkjan er orðin meira en hundrað ára gömul en hún var byggð árið 1905.

En hvað er spes við Hvanneyri?

Þarna er mjög fjölbreytt fuglalíf. Þetta er verndarsvæði blesgæsa og hafa þær viðkomu á túnum staðarins á vorin og haustin. Aðrir algengir fuglar eru grágæs, fálki og örn, brandönd, rjúpa, álft og kjósi. Og eru þá aðeins örfáar fuglategundir upp taldar af þeim fjölmörgu sem finna má á Hvanneyri.

Gaman að leika sér

Hvanneyri

Á árum áður hræddu foreldrarnir börnin með krumlupolli. Þetta er ekki ógnvekjandi pollur. Foreldrarnir vildu bara ekki að börnin færu of nálægt vatninu.

Á Hvanneyri býr meira en þrjú hundruð manns allt árið um kring. Auk íbúðarhúsa eru þar nemendagarðar, heimavist og Landbúnaðarháskólinn sjálfur. Þar er líka gamalt íþróttahús sem hefur verið lagað og lítur orðið afar vel út. Þetta er elsta íþróttahús landsins sem enn er í notkun. Eldra fólk ætti að þekkja húsið vel enda margir sem hafa verið í námi á Hvanneyri stundað íþróttir í húsinu og margir gera það enn. Á kvöldin hér áður fyrr voru dansiböll líka haldin í húsinu.

En svo eru það skólarnir, grunnskólinn Andakílsskóli og leikskólinn Andabær. Þar eru tilheyrandi svæði og leiktæki til að prófa og leika í. Leikskólinn Andabær er með þremur deildum. Hann flaggar grænfánanum og er hann heilsueflandi leikskóli.

Viljið þið vita meira um leiksvæðin? Helga Kristín Hermannsdóttir hefur skrifað greinargóða ritgerð um málið.

Hvanneyri.

Það er ekki minna fjörið fyrir utan skemmuna en inni í henni.

Ævintýraleg skjólbelti

Rétt áður en komið er að Hvanneyri er komið að miklu og góðu skjólbelti úr trjám. Í beltinu eru háttí 40 trjátegundir og runnar. Skjólbeltið er afrakstur framtaks foreldra á Hvanneyri sem vildu reisa skjólgóðan skóg og búa til ævintýraveröld á staðnum . Það hefur svo sannarlega tekist enda er þar í góðu veðri gott að setjast niður á teppi, súpa kakó úr brúsa og borða piparkökur.

Skjólbeltin á Hvanneyri eru svo góð að þar hafa verið haldin námskeið á vegum Vesturlandsskóga hvernig á að byggja upp slíkt á öðrum stöðum, hvaða aðferðir henta, söfnun græðlinga, ræktun og fleira.

Viljið þið vita meira um skjólbelti? Bændablaðið veit allt um málið!

Ull er ekkert bull

Hvar ætli sé að finna ull? Auðvitað þar sem bændaskólinn er!

Á Hvanneyri er verslun sem selur handverk úr ull, ullarvörur ýmiskonar og fleira flott. Þarna er meira að segja hægt að finna handspunnið band úr ull og peysur úr ull, léttlopa og fleira til. Þarna er auðvitað að finna Borgarfjarðarpeysurnar svokölluðu, fiðurvörur, skartgripi úr hrosshári, steinum og skeljum, gestaþrautir úr tré, vettlinga og inniskó og allskonar sem hafa haldið hita á bændum í aldanna rás. Flest er þetta unnið með gamla laginu.

Hvanneyri

Búðin heitir auðvitað Ullarselið og er hún opin frá 1. september og fram til 31. maí á fimmtudögum, föstudögum og laugardögun en alla daga frá klukkan 11-17 frá júní til 31. ágúst.Illegal drugs a growing problem in United States

Það er frábær hugmynd að koma við á Hvanneyri á ferðalaginu og leika sér.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd