
Það er nú aldeilis heillingur sem hægt er að gera fyrir alla fjölskylduna um helgina – þennan bráðskemmtilega laugardag 13. febrúar og á morgun, sunnudaginn 14. febrúar. Viðburðadagatalið okkar á ullendullen.is er að fyllast. En af því að nóg pláss er á internetinu þá getum alltaf bætt í sarpinn.
Kíkjum á hvað er í boði
Nokkrir viðburðir eru alltaf í gangi – alveg sama hvaða dagur er á dagatalinu. Það skemmtilegasta í boði þessa dagana er sýningin um Vígdísi Finnbogadóttur á Borgarbókasafni í Gerðubergi. Þetta er geggjuð sýning sem lífgar aldeilis upp á alla í fjölskyldunni.
Tékka á sýningunni á ullendullen.is

En svo eru auðvitað ljósmyndasýningar á bókasöfnum, listasöfnum og auðvitað Þjóðminjasafni Íslands!
Fjölskyldan saman á laugardegi
Ef þið viljið hlæja saman þá er veitingastaðurinn Mama á horni Laugarvegar og Bankastrætis með hláturjóga fyrir hádegið í dag. Það er alltaf stuð að hlæja með mömmu!
Tékka á því að hlæja með mömmu
Á mánudaginn er bolludagur. Og alltaf vantar mann bolluvönd. Boðið er upp á bolluvandasmiðju á Bókasafninu í Kringlunni.
Stuð á sunnudegi
Borgarbókasafnið er alltaf í stuði. Sunnudaginn 14. febrúar er brúðuleikhússmiðja fyrir alla fjöldskylduna og þar er hægt að læra að búa til eigin leikhús.
Lesa meira um brúðuleikhússmiðjuna

Fjör eru alltaf skemmtileg – allavega misskemmtileg. Boðið er upp á fjölskylduleiðsögn á Listasafni Íslands fyrir alla fjölskylduna. Þemað er geimurinn og undrin í honum.
Það er gott að hafa alltaf auga með ullendullen.is og viðburðadagatalinu því alltaf er eitthvað skemmtilegast að bætast við. Svo er hellingur af fleiri pælingum og hugmyndum á ullendullen.is.
Svo er stuð að dreifa Facebook-síðunni á vini og vandamenn svo enginn missi af neinu.
Tékka á viðburðadagatali ullendullen.is.
Eruð þið með hugmynd eða viljið koma henni á framfæri? Þá er æðislegt að senda bara póst á ullendullen@ullendullen.is eða senda okkur skilaboða á Facebook.