Úllendúllen: Hvað er þetta eiginlega?

Úllendúllen

Hafið þið heyrt um Úllendúllen? Ef þið eruð að lesa þetta þá er svarið auðvitað já. En vitið þið hvað Úllendúllen er?

Úllendúllen er dregið af leiknum Úllen dúllen doff sem börn og fullorðnir hafa leikið í um 200 ár.

Úllendúllen er hugmynd sem hefur verið í mótun í nokkur ár en varð að veruleika í ágúst árið 2015.

Þarna eru teknar eru saman upplýsingar um það sem í boði er fyrir fjölskyldur, börn og afa og ömmur, frænkur og frændur og alla þá af mismunandi aldri sem vilja leika saman.

Heimilisfangið er afar einfalt og gott: ullendullen.is.

Úllendúllen er líka á Facebook og Twitter.

MG_3112-copy

Fjársjóðskista með hugmyndum

Á forsíðu miðilsins er hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu og hugmyndir að hinu þessu að gera, umfjöllun um sýningar, sundlaugar, leikvelli, skemmtilega hjólastíga, jóganámskeið fyrir börn og viðtöl við áhugavert fólk og margt fleira skemmtilegt sem hægt er að gera í frítíma fjölskyldunnar, helst án þess að þátttakan kosti hálfan handlegg.

Á Úllendúllen hefur til dæmis verið fjallað um flottu afmælissýninguna um Línu Langsokk í Norræna húsinu og hvað hægt er að gera í vetrarfríi. Á Þrettándanum var svo ítarlegur listi yfir allar brennurnar í höfuðborginni. Þar voru líka viðtöl við hressa kaffi- og kökustráka.

Margréti I. Ásgeirsdóttur finnst gaman að fara í búninginn hennar Línu Langsokks og setjast inn í húsið hennar.

Til viðbótar við allt þetta hefur Hrefna hjá Heimili og skóla skrifað frábæra pistla, til dæmis um það hvernig hægt er að hvetja börn til náms, og Sabína hjá Færni til framtíðar og UMFÍ skrifað pistla um mikilvægi þess að hreyfa sig – helst í náttúrunni.

Þetta er aðeins brot af því sem hægt er að lesa á Úllendúllen.

Semsagt. Þið getið fundið þarna eitt og annað.

Í flipa í vinstra horni vefsíðunnar er hægt að skoða efnið sem fjallað hefur verið um eftir landssvæðum.

Viðburðadagatal Úllendúllen

Í flipanum er líka hægt að skoða viðburðadagatal. Mikil vinna liggur á bak við viðburðadagatal Úllendúllen og getur verið ansi erfitt að halda því við svo það virki almennilega. Lesendur mega þess vegna alveg senda okkur póst á netfangið ullendullen@ullendullen.is eða skeyti á Facebook og láta okkur vita af skemmtilegum viðburðum. Ekki hræðast það að senda okkur eitt og annað. Við förum yfir allt sem okkur berst og svörum öllum.

En hver erum þessi við?

Þetta erum við. Fréttablaðið tók viðtal við okkur skömmu eftir að Úllendúllen fór í loftið. Hér sjáið þið mynd af viðtalinu við okkur Jón Aðalstein og tæknitröllið Hallgrím.

ullendullen

Ýmislegt hefur breyst frá því viðtalið var tekið. Við Hallgrímur vinnum báðir mikið í vinnunum okkar á daginn og höfum því ekki haft eins mikinn tíma utan vinnunnar fyrir þetta frístundastarf okkar og við töldum okkur hafa þarna í ágústlok árið 2015. Þess vegna hefur fréttunum á forsíðunni fækkað og viðburðirnir ekki eins margir og við myndum vilja.

Það er draumur okkur að færa þetta allt til betri vegar og gera drauminn okkar um Úllendúllen að veruleika.

Þess vegna fögnum við öllum þeim sem vilja deila með okkur hugmyndum eða segja frá skemmtilegum viðburðum.

Viljið þið vita meira?

Endilega hafið samband við okkur á Facebook eða með því að senda skeyti á netfangið ullendullen@ullendullen.is. Sendið okkur línu.

Þið getið líka sent okkur póst í formið hér að neðan.

Við svörum öllum!

Góða skemmtun með Úllendúllen. Vonandi hjálpar hann til við að gera lífið skemmtilegra.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd