Hvað er hægt að gera á stórhátíðum?

Sundlaug

Það er alltaf gaman að fara í sund.

Það getur verið svolítill hausverkur að finna eitthvað að gera um jól, páska og aðrar stórhátíðir. Engar áhyggjur. Það er nóg að gera. Jólin eru vissulega tíminn til að slaka á, heimsækja afa og ömmu og langömmu og langafa, spila borðspil, kúra inni og horfa á jólamyndir, hlusta á tónlist og auðvitað lesa allar góðu bækurnar sem leyndust í jólapökkunum.

Lítið er um að vera og því tilvalið að kíkja í viðburðadagatal Úllendúllen enda getið þið alltaf fundið eitthvað að gera þar.

Hvað viljið þið gera?

Svona eru jólin hugguleg í einu af gömlu húsunum á Árbæjarsafni.

Svona eru jólin hugguleg í einu af gömlu húsunum á Árbæjarsafni.

Fjórtán sundlaugar eru opnar á öllu Íslandi, Árbæjarsafn er opið og er skemmtileg leiðsögn í boði á milli klukkan 13-14. Svo er alltaf hægt að fara í göngutúr eða stuttan bíltúr og jafnvel fjallgöngu til gamans.

Það er nóg hægt að gera ef ímyndunaraflið kemst í gang!

_MG_4212 copy

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd