Ömmur og afar, mömmur og pabbar klóra sér oft í hausnum yfir því hvað þau geti gert með börnum sínum, afastrákum og ömmustelpum um helgina. Úllendúllen kemur hjálpar svo enginn verði gráhærður af áhyggjum.
Við erum nefnilega alltaf að laga vefsíðuna og bæta til að auðvelda fólki að njóta lífsins með börnum sínum. Nú erum við búin að gera lista yfir nokkra skemmtilega staði sem getur verið skemmtilegt að sækja og skoða, bæjarhátíðir, sirkussýningar og aðra gleði.
Við höfum búið til fréttabréf sem við sendum áskrifendum eldsnemma á fimmtudagsmorgnum svo þið getið skipulagt helgina yfir morgunkaffinu. Þar eru líka allskonar aðrar hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu.
Vertu áskrifandi að fréttabréfi Úllendúllen.
Hér er brot af því helsta fram á sunnudag:
- Sirkus Íslands er með sýningar á Klambratúni.
- Blómstrandi dagar eru í Hveragerði
- Kjörís gefur alls konar ís á Ísdeginum mikla
- Tónlistarhátíðin Gæran er á Sauðárkróki
- Gleðidagar eru á Skagaströnd
[ad name=“POSTS“]