Hvað ætlið þið að gera um helgina?

Hvað ætlið þið að gera um helgina? Það er nóg að gera. Ef einhverjum leiðist þá veit viðkomandi ekki af ullendullen.is.

Sumarið er tími bæjarhátíðanna. Nóg af þeim að taka þetta árið. Við teljum ekki upp allar bæjarhátíðir og veislur sem boðið er upp á. Þvert á móti grisjum við hátíðirnar og veljum aðeins þær sem geta bæði hentað börnum og fullorðnum.

Þetta er í boði helgina 14.-16. júlí 2017

 

  • Bæjarhátíðin Pólar Festival á Stöðvarfirði. Þar er áherslan á sköpunarkraft og matarmenninginu, sjálfbærni og nærumhverfi. Meira um hátíðina hér

 

  • Miðaldadagar eru á Gásum alla helgina. Þær fjölskyldur sem eru í miðaldaskapi ættu að kíkja á þennan viðburð. En betra er að hafa nokkra gullpeninga og skotsilfur meðferðis því það kostar inn á Miðaldadaga. Meira um Miðaldadaga

 

  • Kex Hostel heldur flotta tónleikahátíð í portinu á bak við hostelið á föstudag og laugardag. Þetta eru ókeypis tónleikar fyrir alla sem vilja gera vel við tóneyrað og leyfa börnunum að hlusta á nýja og brakandi ferska tónlist úti. Takið regnhlíf með. Veðurspáin er nefnilega ekkert sérlega góða. Meira um tónleikana á Kex Hostel

 

 

  • Steinn Ármann leikari leiðir hjólafólk um Viðey sunnudaginn 16. júlí. Það getur verið alveg stórkostlegt í góðu veðri. Þetta er ekki strembinn túr enda Viðey að mestu flöt. Meira um hjólaferðina

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd