Hvað á að gera um verslunarmannahelgina 2016?

_MG_3004

Það hefur verið hefð fyrir því lengi hjá stórum hluta landsmanna að skella farangri í skottið á bílnum og bruna út úr bænum um verslunarmannahelgina. Þetta er hreinlega mesta ferðahelgi ársins enda rosalega margir á ferðinni sem geta ekki hugsað sér að missa af útihátíð eða annarri skemmtun í tjaldborg.

En auðvitað fara ekki allir í ferðalag. Það eru nefnilega margir sem vilja vera heima hjá sér í kósýheitum og geta ekki hugsað sér að hanga í bílaröð í langan tíma á þjóðveginum, borða nesti í rjóðri úti í rigningu og eyða svo nóttunum í að hlusta á hroturnar í fjölskylduföðurnum í næsta tjaldi á þéttpökkuðu tjaldstæði úti á landi.

En hvað er um að vera um verslunarmannahelgina 2016 fyrir fjölskyldufólk?

Hér eru nokkrar hugmyndir

_MG_3010

  • Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum – Þjóðhátíð hefur verið haldin í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum frá 2. ágúst árið 1874… LESTU MEIRA HÉR
  • Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi – Unglingalandsmót UMFÍ er haldið dagana 28.-31. júlí í Borgarnesi. Þetta er án nokkurs vafa ódýrasta en skemmtilegasta útihátíð landsins enda allt í boði þar fyrir fjölskylduna…LESTU MEIRA HÉR
  • Neistaflug í Neskaupsstað – Neistaflug í Neskaupstað er fjölskylduvæn útiskemmtun, sem stendur frá fimmtudegi til sunnudags um hverja verslunarmannahelgi. Áhersla er lögð á vandaða barna- og unglingadagskrá alla dagana samhliða fullorðinsskemmtunum… LESTU MEIRA HÉR
  • Síldarævintýri á Siglufirði – Síldarævintýrið á Siglufirði er stórskemmtileg fjölskylduhátíð sem hefur verið haldin árlega frá því árið 1991 um verslunarmannahelgina. Á hátíðinni er sjómennsku og útgerð í bænum gert hátt undir höfði en Siglufjörður var síldarhöfuðstaður heimsins….LESTU MEIRA HÉR
  • Sandkastakeppni í Önundarfirði – Sandkastalakeppni Önundarfirði hefur verið árlegur viðburður í Holtsfjöru í Önundarfirði í 22 ár eða síðan árið 1994. Keppnin er nú haldin 30. júlí 2016….LESTU MEIRA HÉR

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd