Það er gaman að fara upp á fjall sem stuttir fætur ráða við.
Grábrók í Borgarfirði er eitt slíkra fjalla sem gaman er að ganga upp á. Grábrók er 170 metra hár gígur sem stendur við Hreðavatn, eilítið lengra en háskólinn á Bifröst og Hreðavatnsskáli. Gott bílastæði er fyrir ferðamenn fyrir neðan Grábrók. Gönguleiðin er einföld enda er búið að smíða trétröppur alveg upp á toppinn á gígnum.
Grábrók er stór gígur
Grábrók er stærst þriggja gíga á stuttri gossprungu. Úr þessum gígum Stóru-Grábrók, Grábrókarfelli (Rauðabrók) og Litlu-Grábrók (Smábrók) rann Grábrókarhraun fyrir um 3400 árum. Hraunið er um 7 ferkílómetrar og stíflaði það Norðurá og ýtti henni upp að austurhlíðum dalsins. Hraunið stíflaði líka dalkvosina sem Hreðavatn er nú í og myndaði vatnið.
Fallegar koma upp undan hrauninu á nokkrum stöðum. Stærstu lindirnar eru í svokallaðri Paradís eða Paradísarlaut. Gígarnir og Grábrókarhraun hafa verið friðlýst náttúruvætti síðan 1962.