Hrekkjavakan: Hryllileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna

melona

Hrekkjavakan er haldin 31. október ár hvert. Þetta er ævaforn siður sem rekja má allt aftur til Kelta sem uppi voru frá um 700 fyrir Krist og allt fram yfir landnám Íslands.

Dagurinn sem við köllum Hrekkjavakan markast af því að á þeim tíma hafa flestir flutt uppskeruna í hús enda veturinn að skella á. Á Wikipediu segir að á Íslandi hafi verið haldið upp á hliðstæða hátíð og úti í hinum stóra heimi.

Gaman í grímubúningi

Það sama á við um uppskeruhátíðina og önnur heiðin tímamót að kristna kirkjan tók hana yfir. Kaþólska kirkjan kallar daginn Allraheilagramessu og er hann tileinkaður píslarvottum kirkjunnar. Á Vísindavefnum segir að Allraheilagramessa hafi upphaflega verið haldin hátíðleg 1. maí ár hvert. Árið 834 var dagurinn hins vegar færður aftur til 1. nóvember vegna þess að henni var ætlað að koma í staðinn fyrir ýmsar mikilvægar heiðnar hátíðir sem haldnar voru á sama tíma.

Á þessum degi var hefð fyrir því fyrr á öldum að kveikt var á kertum og þeim komið fyrir í útskornum næpum. Á Írlandi og í Skotlandi tíðkaðist að kveikja í bálköstum. Þá klæddi fólk sig upp í búninga og setti á sig grímur og gerðu öðrum gjarnan einhvern grikk. Þaðan er orðið Hrekkjavaka dregið.

Skemmtileg áhrif sjónvarpsins

Þegar Írar og Skotar fluttust til Ameríku á 19. öld tóku þeir hefðina með sér. Í Bandaríkjunum uxu  grasker sem voru mun stærri en næpur og var auðveldara að skera út í þau. Það er ástæðan fyrir því að graskerin urðu eins konar tákn fyrir Hrekkjavökuna.

Siðurinn barst með sjónvarpsefni og kvikmyndum frá Bandaríkjunum til Norðurlandanna.

Það má líka skera út í ýmislegt fleira, þar á meðal flottar fígúrur í melónur. Leyfið ímyndunaraflinu að njóta sín!

Barnvænn hryllingur

Hrekkjavakan hefur fest sig í sessi á Íslandi og eru víða viðburðir sem tengjast deginum.

Þú getur fundið nokkra valda viðburði í viðburðadagatali Úllendúllen. En hafðu líka augun opin fyrir öðrum uppákomum. Mikið húllumhæ er til dæmis í Hafnarfirði sem hefur breytt um ásýnd og er nú orðinn að draugabæ. Þar eru líka barnvænir Hryllingstónleikar í Bæjarbíói og listileg Hrekkjavökusmiðja í Hafnarborg.

Góða hryllingsskemmtun!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd