Horfum saman á jólamyndir

Hver er besta jólamyndin að ykkar mati?

Hver er besta jólamyndin að ykkar mati?

Jólin eru handan við hornið. Á aðventunni er mikilvægt að láta ekki neikvæð áhrif stressins í kringum jólin hafa áhrif á  þessa blessaða foreldra sem fá það sumir á tilfinninguna að jólin komi ekki fyrr en búið er að skrúbba heimilið hátt og lágt, passa að allt sé eins og það hefur alltaf verið og koma jólakortunum í póst á réttum tíma. Þetta kemur allt saman.

Það er miklu betri hugmynd að gefa sér tíma til að slaka á og njóta stundanna sem aldrei koma aftur.

Góðar jólamyndir

Það er fín hugmynd að setjast niður og velja saman góðar jólamyndir sem fjölskyldan ætlar að sjá á um helgar á aðventunni og um jólin. Það er að segja ef ekki er góð jólamynd í sjónvarpinu. Fjölmargar myndir eru til sem eiga að gerast um jólaleytið. Það getur einmitt verið skemmtilegt að sjá ekki allra nýjustu myndirnar heldur velja eitthvað gamalt og gott.

Það er lítið mál að finna góðar jólamyndir enda gott aðgengi að myndum á þessum tæknivæddu tímum. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir við að benda á góðar jólamyndir fyrir fjölskylduna og því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hver er uppáhalds myndin?

Hér að neðan eru nokkrar jólamyndir sem oftast eru nefndar á erlendum listum yfir bestu jólamyndirnar. Nú er bara að finna uppáhalds mynd fjölskyldunnar og poppa.

Nokkrar jólamyndir

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd