Þetta er svakaleg helgi! Ísland er að keppa á HM karla í knattspyrnu í Rússlandi, 17. júní er á sunnudag og Listahátíð í Reykjavík er að enda með pompi og prakt.
Það er alveg lifandis hellings hægt að gera með fjölskyldunni. Ef það er ekki að fara á Garðatorg í Garðbæ eða í Bíó Paradís að horfa á beina útsendingu frá öllum leikjunum á HM (ef börnunum finnst ekkert gaman að fótbolta þá fá þau frítt á barnamynd í öðrum sölum bíósins – þetta er algjör snilld) þá er hægt að fara um bæinn og gera eitthvað allt annað.
Það er til dæmis hægt að veiða við bryggjur. HÉR ER ALLT UM VEIÐI Á BRYGGJUM.
Það er líka hægt að finna skemmtilegan leikvöll. Nóg er af þeim á leikskólalóðum: Hér er allskonar um leikvelli.
Leikhópurinn Lotta er kominn á kreik á nýjan leik. Nú er það leikritið um Gosa sem hópurinn sýnir þjóðinni um allar koppagrundir. Við fundum auðvitað út hvar leikhópurinn verður hverju sinni: Hvar er leikhópurinn Lotta í dag?
Dagskráin um helgina 16. – 17. júní
Laugardagur
- Leikhópurinn Lotta er á svaka þeysireið þessa dagana. Þau eru bókstaflega útum allt, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á laugardag. Hér er hægt að sjá hvað leikhópurinn verður um helgina.
- Hægt er að horfa á Ísland-Argentínu útum allt útivið – en hafið regnhlíf meðferðis. Það er hægt að sjá leikinn í Kópavogi, á Garðatorgi í Garðabæ og í beinni útsendingu á RÚV.
- Víkingahátíð stendur svo yfir í Hafnarfirði. Þar er alltaf gaman. Víkingahátíðin.
- Torfkofar og gamla Reykjavík er æðislega skemmtilegt áhugamál. Borgarsögusafn er einmitt með slíka sýningu: Torfhúsin í Reykjavík.
Sunnudagur
- Leikhópurinn Lotta kemur tvisvar fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní á …. já hvar? Á Akureyri! Hér er hægt að sjá hvað leikhópurinn verður næstu daga
- Hvað er í boði á 17. júní? Við tókum saman lista yfir stærstu bæjarfélögin. Við erum að fylla upp í hann og gera hann betri og betri um helgina áður en 17. júní rennur upp. Þetta er í boði á 17. júní.
- Þjóðbúningar eiga fastan sess á 17. júní. Og hvar eiga þjóðbúningarnir heima? Jú, á Árbæjarsafni. Þar verður frábær þjóðbúningaveisla.
- Víkingahátíð í Hafnarfirði.
- Torfkofar og gamla Reykjavík er æðislega skemmtilegt áhugamál. Borgarsögusafn er einmitt með slíka sýningu: Torfhúsin í Reykjavík.
Hvað ætlið þið annars að gera um helgina? Þið getið sent okkur línu hvenær sem er á Facebook eða í tölvupósti á netfangið ullendullen@ullendullen.is. Svo er alltaf hægt að gera áskrifandi að vikulegu fréttabréfi þar sem enn fleira kemur fram.
Gerast áskrifandi að fréttabréfi Úllendúllen