Hljómskálagarðurinn í Reykjavík er skemmtilegur staður. Grínistanum Þorsteini Guðmundssyni finnst furðulegt hvað hann er illa sóttur. Eitthvað þurfi að gera til að bæta úr því.
„Í flestum svona görðum erlendis eru t.d. fastir tónleikar. Það á að vera meiri músík þarna,“ sagði hann í viðtali í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni. Þorsteinn mælti með tónleikahaldi í garðinum, tónleikum sem fólk þyrfti ekki að greiða inn á svo það gæti séð nýjan tónlistarmann eða lúðrasveit.
Það er einföld hugmynd sem myndi blása lífi í Hljómskálagarðinn.
Fylgist með lífinu í Hljómskálagarðinum og nágrenni hans á Facebook.
[ad name=“POSTS“]