Hjólreiðamaraþon Reykjavíkur

2015-09-13 19.09.41

Hjólreiðakeppnin Tour of Reykjavík verður haldin í fyrsta skipti sunnudaginn 11. september. Þetta verður nokkurs konar Reykjavíkurmaraþon hjólreiðamanna – og í boði verða vegalengdir allt frá 2 kíkómetrum upp í 110 kílómetra.

Það er barnabrautin sem er tveir kílómetrar og er ætluð börnum á aldrinum 4-12 ára, þótt vissara sé að fullorðnir fylgi þeim yngstu. Hjólaleiðin í barnabrautinni tekur mið af aldri barnanna en leitast verður við að upplifun þeirra verði sem eftirminnilegust. Hjólaður verður hringur í Laugardalnum og meðal annars farið um þrönga og skjólsæla skógarstíga. Foreldrar sem fylgja yngri börnum greiða ekki þátttökugjald og geta ekki verði á hjóli.

Engin tímataka er í þessari vegalengd og engin verðlaun önnur en ánægjan. Ræst verður kl. 14 frá Laugardalshöll og þátttakendum er boðinn djús og í Laugardalslaugina að hjóltúr loknum.

h2-160909161
Í viðtali við Vísi segir Þorvaldur Daníelsson hjá Hjólakrafti um hjólakeppnina:

„Latibær verður á staðnum og ýmis tónlistaratriði í gangi. Þá munum við verða með glænýja 50 metra langa braut með hólum og hæðum sem krakkarnir mega leika sér í á hjólum, hjólabrettum eða hlaupahjólum. Þá verða BMX-gaurarnir á svæðinu og leika listir sínar.“

Þá verður einnig hægt að hjóla 13 kílómetra borgarhring á lokuðum götum, hring sem liggur frá Laugardalnum, um Skeifuna, Bústaðaveg, Hringbraut, niður í miðborgina og þaðan til baka Sæbraut og inn í Laugardal. Þar verður tímataka en það er svo í lengri vegalengdunum sem verðlaun eru í boði, 40 kílómetra og 110 kílómetra. Þeir sem eru orðnir tólf ára geta tekið þátt í 40 kílómetra hjólreiðunum.

Þátttökugjaldið í barnabrautina er 1.500 kr. Skráning fer fram hér.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd