Hjólastígum fjölgar í borginni

Hjóla - drengur á hjólastíg
Það er gaman að hjóla í fallegum göngu- og hjólastígum í haustlitunum

Fjölga á nýjum hjólastígum og gera enn fleiri göngustíga á þessu ári. Allt er á fleygiferð í borginni, hjá einstaklingum, fyrirtækjum og borginni sjálfri, skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í vikulegu fréttabréfi sínu.

Fram kemur í nýjasta fréttabréfinu að á venjulegu ári fara um 550 milljónir í lagningu nýrra hjólastíga. Í borgarráði í vikunni hafi verið samþykkt ætlun ársins fyrir 1,5 milljarða króna sem lögð verður í stíga um alla borg, ýmist með fjármagni úr borgarsjóði eða úr Samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Þá voru heimiluð útboð á framkvæmdum við endurnýjun gönguleiða, alls 2,6 km af gangstéttum og öðrum gönguleiðum. Til verkefnisins verða lagðar 250 milljónir króna á þessu ári.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd