Heljarinnar fjör í Heimunum

snjóþota

Það er gaman að renna sér á snjóþotu. En það getur verið erfitt að finna góða brekku í öruggu umhverfi, sérstaklega í þéttbýli.

Brekka við Ljósheima

Á milli Sólheima og Goðheima í Reykjavík er skemmtileg og hæfilega örugg brekka fyrir hressa krakka á snjóþotum og brettum. Þetta er löng brekka en ekki of brött. Hægt er að renna sér ansi langt í góðu færi.

Kosturinn við brekkuna í Heimunum er leiksvæðið við hlið brekkunnar. Þangað er upplagt að fara og hvíla litla kroppa þegar þeir eru orðnir þreyttir á snjóþotutrallinu.

Í Reykjavík eru þrjú skíðasvæði; í Ártúnsbrekku við Rafstöðvarveg, við Jafnarsel í Breiðholti og við Dalhús í Grafarvogi. Þar má alveg fara með snjóþotur og snjóbretti líka.

Snjóþotur er hægt að nota í hvaða brekku sem er. Þetta þurfa ekki að vera hæstu brekkur í heimi. Dæld dugar vel til að renna sér niður á snjóþotu.

Viltà vita meira um góðar brekkur? Úllendúllen hefur áður fundið góða brekku.

Góðar byrjendabrekkur

Á vef Reykjavíkurborgar segir að brekkurnar þrjár eru mjög góðar byrjendabrekkur og áhugaverður valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja eiga góða stund saman. Ekkert kostar í lyfturnar en þær eru opnar á virkum dögum frá kl. 16:10 til 20:00 og um helgar frá kl. 10:10 til 16:00, ef aðstæður leyfa.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd