Skapandi fjölskylduhelgi í Borgarbókasafni

Skapandi stemning liggur í loftinu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins í Reykjavík um helgina. Gestir safnanna á öllum aldri geta búið til sinn eigin bol, lært að smíða flugdreka og látið kíkja á hvað þarf að láta laga á reiðhjólinu.

Svona verður á Borgabókasafninu helgina 29. – 30. maí fyrir börn og fjölskyldur.

Fögnum sumri með Dr. Bæk
Borgarbókasafnið Sólheimum
Laugardagur 29. maí kl. 12:00-14:00

Hjólaeigendum er velkomið að koma með hjólin sín í fría ástandsskoðun hjá Dr. Bæk. Hann kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Doktorinn skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra.  

OKið | Bolasmiðja
Borgarbókasafnið Gerðubergi

Sunnudagur 30. maí kl. 13:00-15:00
Langar þig að læra á vínylskerann okkar og prenta eigin hönnun á boli eða peysur? Í smiðjunni læra gestir bókasafnsins að aðlaga hönnun sína fyrir vínylskurð og pressa hana á föt. Efni til að vinna er á staðnum en einnig má mæta með eigin boli eða peysur. Skráning nauðsynleg.

FlugdrekasmiðjaBorgarbókasafnið Grófinni

Sunnudagur 30. maí kl. 13:30-16:30

Fögnum sumrinu í litríkri flugdrekagerð með hönnuðinum og teiknaranum Ninnu Þórarinsdóttur. Hugmyndum er fleytt á flug með fjölbreyttum og skemmtilegum flugdrekum í Borgarbókasafni í Grófinni. Eftir smiðjuna eru börn hvött til að fara út á Miðbakka með foreldrum sínum og forráðafólki og leyfa flugdrekunum að fljúga í golunni ef veður leyfir. Skráning nauðsynleg.

Sýning | Risabók og fleiri náttúruundur nemenda í 2. bekk Melaskóla
Borgarbókasafnið Grófinni
Laugardagur 15. maí – 
sunnudagur 30. maí

Nemendur í 2. bekk í Melaskóla sýna afrakstur sameiginlegrar rannsóknarvinnu sem þeir unnu undir handleiðslu Magnúsar Vals Pálssonar, myndmenntakennara, og Sesselju Guðmundu Magnúsdóttur, danskennara. Verkefnið snýst um tengsl okkar mannfólksins við hafið og fjöruna. Auk þess hafa nemendur skoðað önnur fyrirbrigði náttúrunnar s.s. jökla og eldgos. 

Sýning | Ótrúleg eru ævintýrin

Borgarbókasafnið Grófinni

Mánudagur 17. maí – sunnudagur 30. maí
Leikskólinn Drafnarsteinn er þátttakandi í Barnamenningarhátíð með verkefnið ,,Ótrúleg eru ævintýrin“ sem byggir á þjóðsögunni um Búkollu. Sýnd eru verkefni frá öllum aldurshópum og eru verkin því eins ólík og þau eru mörg; myndverk, ferlavinna, vídeóverk og leikmynd.Help Paying for Medications. Part 3



Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd