Helgin 13. – 14. janúar 2018: Leikhús, bókasöfn og útivera ef veður leyfir

Hún er heldur róleg helgin 13. – 14. janúar á þessu nýbyrjaða ári. Ekki er mikið í boði. En lítið til veðurs og klæðið ykkur eftir því hvernig viðrar. Veðurspáin fyrir helgina er ekkert sérstaklega góð. Fylgist með á vedur.is.

Bókasöfnin á höfuðborgarsvæðinu eru reyndar uppfull af lífi eins og aðra daga og bjóða upp á ýmsa viðburði.

Svo eru leikhúsin að gera góða hluti. Skúmaskot er nýtt leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur og hefur það fengið góða dóma. Blái hnötturinn er svo sýndur á sunnudaginn 14. janúar. Í Þjóðleikhúsinu er nýbyrjað að sýna barnaleikritið Ég get. Laugardaginn 13. janúar verður svo líka aukasýning á leikritinu Fjarskalandi, sem er alveg frábært fyrir börn og ungmenni.

Einn hressasti leikhópur landsins síðastliðin ár er Leikhópurinn Lotta. Hópurinn hefur verið að dusta af leikritunum sýnum nú í ársbyrjun og mun sýna leikritið Galdrakarlinn frá Oz nokkrum sinnum fram í mars.

Góða helgi!

 

Helgin er í grófum dráttum svona:

Laugardagur 13. janúar

 

Sunnudagur 14. janúar

 

Ef þið viljið finna eitthvað annað þá má finna margar hugmyndir að skemmtilegri samveru á ullendullen.is.

Hér eru nokkrar hugmyndir:

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd