Hefur þú skoðað Sólfarið?

2015-04-23 11.55.08

Það er gaman að fá sér göngutúr um borgina í góðu veðri. En mikilvægt er að klæða sig vel, sérstaklega þegar kalt er í veðri. Það er góð hugmynd að ganga meðfram Sæbrautinni. En þar er auðvitað kaldara enda liggur gatan við sjóinn.

Við Sæbrautina er listaverkið Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason (1931-1989). Sólfarið er glæsilegt og eftirtektarverkt listaverk sem margir ferðamenn stoppa við á leið sinni um borgina og taka mynd af.

Verk um fólksflutninga

Það voru Íbúasamtök Vesturbæjar sem ákváðu árið 1986 að gefa Reykjavíkurborg myndverk í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Þremur listamönnum var boðið í lokaða samkeppni um verkið og hafði Jón Gunnar betur. Hann hafði upphaflega hugmynd um að setja verkið upp við Ánanaust.

2015-04-23 11.36.32

Íbúasamtökin fjármögnuðu ýmisleg verkefni. En sköpun Sólfarsins reyndist of kostnaðarsöm. Í stað þess að hætta við verkið funduðu forsvarsmenn Íbúasamtakanna með Davíð Oddssyni sem þá var borgarsjtóri. Hann tók vel í hugmyndina og hjálpaði til við að gera áformin að veruleika. Á 200 ára afmæli borgarinnar var svo tilkynnt að verkið yrði sett upp við Sæbrautina fyrir enda Frakkastígs.

Jón Gunnar sagði frá tilurð Sólfarsins í viðtali við Þjóðviljann hugmyndina að Sólfarinu tengjast landflutningum þeirra sem taldir eru forfeður þeirra sem síðar námu Ísland. Þeir hafi ferðast langa vegu og smíðað sér skip til að komast lengra en þeir höfðu áður farið.

Þegar staðið er við Sólfarið og horft á haf út er ekki annað hægt en að ímynda sér víkinga á skipum sigla á úfnu hafi í leit að landi.

Það er góð hugmynd að skoða Sólfarið hans Jóns Gunnars. Svo er auðvitað stutt að fara niður í bæ og skoða í búðarglugga þegar þú er búin/n að skoða Sólfarið.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd