Hefurðu komið í Árbæjarsafn?

Þau eru kát skötuhjúin á baðstofuloftinu í gamla bænum á Árbæjarsafni.

Þau eru kát skötuhjúin á baðstofuloftinu í gamla bænum í Árbæjarsafni.

Hefur þú komið í Árbæjarsafn?

Árbæjarsafn er skemmtilegur og afar fjölskylduvænn staður. Á vef Reykjavíkurborgar segir að þar séu yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Í þorpinu eru smærri íbúðarhús iðnaðar- og tómthúsmanna frá 19. öld og upphafi 20. aldar. Þar geta börn keyrt um í kassabílum. Í einu húsanna er leikfangasýning þar sem börnin mega leika sér að vild. Gömlu bæjarhúsin voru byggð á árunum 1890-1918. 

Búið til þorp

Á vef Árbæjarsafns segir að það hafi verið árið 1957 sem ákveðið var að á túni Árbæjar skyldi gerður almenningsgarður og komið upp safni gamalla húsa með menningarsögulegt gildi fyrir höfuðborgina. Safnið var opnað strax þá um haustið.  Fyrsta flutningshúsið, Smiðshús, var flutt þangað árið 1960. Ári síðar komu Dillonshús og Suðurgata 2.

Á safninu er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma.Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira. Allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni.

Gestir og gangandi á Árbæjarsafni

Gamli Árbærinn í Árbæjarsafni.

Hvað finnst þér skemmtilegt?

Leikaranum og grínistanum Þorsteini Guðmundssyni finnst gaman að fara í Árbæjarsafn. Þangað fer hann stundum með börnum sínum og þar fá þau sér kaffi.

Vetrardagskrá hefur tekið gildi í Árbæjarsafni. Þá er boðið upp á leiðsagnir alla daga á milli klukkan 13 til 14. Safnsvæðið er annars opið en safnhúsin ekki. Það kostar 1400 krónur inn á safnið en frítt er  fyrir börn yngri en 18 ára, öryrkja og 70 ára og eldri. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir viðburði nema annað sé tekið fram.

Kátína í gamla Árbænum

Gamli Árbærinn er það hús sem er lengst í burtu í Árbæjarsafni. Árið sem ákveðið var að búa Árbæjarsafn til var gamla býlið, Árbær, sem lengi hafði verið áningarstaður fólks á leið til og frá Reykjavík, komið í eyði og bæjarhúsin illa farin vegna skemmdarverka og veðra. Bæjarráð Reykjavíkur ákvað að gamli bærinn yrði endurbyggður og hann gerður að hluta safnsins.

Hafðu í huga að þegar þú ferð í heimsókn á Árbæjarsafn þá þarftu að vera vel klædd/ur enda þarftu að ganga svolítinn spottakorn á milli húsa til að geta notið safnsins til fulls.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd