Hafnarfjörður: Berin enn svolítið smá

Tveir vinir leita berja og tína upp í sig. MYND / AS

Tveir vinir leita berja og tína upp í sig. MYND / AS

Nú fer aldeilis að styttast í berjatíðina. Margir hafa ekki getað setið lengur á strák sínum og farið í berjamó til að kanna stöðuna en hafa kannski orðið fyrir smávegis vonbrigðum.

Enn er lítið að finna í kringum höfuðborgarsvæðið. Bláberin eru mörg hver enn græn og þurfa nokkra sólardaga í viðbót til að verða stór, blá og safarík.

Undir rótum Helgafells í Hafnarfirði má finna krækiber. Sum þeirra eru ágæt en flest enn í smærri kantinum og nokkuð færri en fyrri ár.

 

Þetta er allt að koma

Berjasérfræðingurinn og læknirinn Sveinn Rúnar Hauksson hefur sagt um berjasprettuna þetta árið að búast megi við því að berin fari að láta sjá sig um eða eftir mánaðamótin. Ennfremur að líklega þurfi fólk að leggja meira á sig við berjaleitina en oft áður og taka pollagallann með.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd