Takið pollagallana með í réttir

Það er gaman að fara í réttir og sjá bændur og búalið reka féð heim af fjalli. Hamagangurinn er mikill. Réttir byrjuðu á sumum stöðum í lok ágúst. Þær eru að fara af stað af krafti um helgina og halda áfram koll af kolli út mánuðinn og inn í október.

Bændablaðið hefur tekið saman lista yfir allar fjárréttir landsins ásamt dag- og tímasetningum þeirra næstum allra.

Takið með ykkur gott nesti og pollagalla í bílinn því veðurspáin er ekkert sérlega góð.

Þessar réttir eru um helgina. En hafið í huga að listi Bændablaðsins er afar nákvæmur og er því betra að hafa hann líka við hendina.

Góða skemmtun!

 

LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER

Norðvesturland

  • Fossárrétt í Austur-Húnavatnssýslu
  • Hlíðarárrétt við Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu
  • Hrútatungurétt í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu
  • Miðfjarðarrétt í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu

Mið-Norðurland

  • Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit
  • Kleifnarétt í Fljótum í Skagafirði
  • Sauðárkróksrétt í Skagafirði
  • Selnesrétt á Skaga í Skagafirði
  • Skarðarétt í Gönguskörðum í Skagafirði
  • Unadalsrétt í Unadal við Hofsós í Skagafirði

SA-land

  • Borgarhafnarétt í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu

Vesturland

  • Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýrarsýslu
  • Kaldárbakkarétt í Hnappadalssýslu
  • Nesmelsrétt í Hvítársíðu í Mýrarsýslu

Norðausturland

  • Mýrarrétt í Bárðardal í Suður-Þingeyjasýslu

 

SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER

Mið-Norðurland

  • Möðruvallarétt í Eyjarfjarðarsveit
  • Staðarrétt í Skagafirði
  • Þverárrétt ytri í Eyjafjarðarsveit

Norðausturland

  • Baldursheimsrétt í Mývatnssveit
  • Fjallalækjarselsrétt
  • Garðsrétt í Þistilfirði
  • Hlíðarrétt í Mývatnssveit
  • Illugastaðarétt í Fnjóskadal

 Norðvesturland

  • Skrapatungurétt í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu

Austurland

  • Teigsrétt í Vopnafirði – sunnudag

 

[ad name=“POSTS“]

 

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd