
Nú er aðventan gengin í garð komið að sunnudegi númer tvö á tímabilinu. En þá styttist líka í komu jólasveinanna.
Tröllahjónin Grýla og Leppalúði eru von að koma við á Þjóðminjasafninu stuttu áður en jólasveinarnir, synir þeirra, koma af fjöllum hver á fætur öðrum og líta við í safninu að hitta börn.
Þau hafa boðað komu sína á Þjóðinjasafnið sunnudaginn 5. desember næstkomandi.
Tröllahjónin ætla að láta sjá sig sunnudaginn 5. desember kl. 14. Hljómsveitin Vísur og skvísur flytja nokkur lög á meðan beðið er eftir þeim. Hljómsveitin samanstendur af þeim Vigdísi Hafliðadóttur og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur.
Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.
Viðburðurinn í hnotskurn:
Hvar: Þjóðminjasafnið
Hvenær: 5. desember frá kl. 14.00- 14:45.
Vegna fjöldatakmarkana er aðeins hægt að taka á móti 50 gestum. Fullbókað er á viðburðinn.
Viðburðinum verður einnig streymt hér á YouTube rás safnsins.