Grótta: Gengið út í fallega eyju

Grótta

Það er góð hugmynd að keyra út á Seltjarnarnes í góðu veðri eða taka strætó, leika sér í fjörunni við Gróttu og ganga síðan út í eyjuna. Þar er þessi fallegi viti. MYND / KGG

Hafið þið farið út í Gróttu á Seltjarnarnesi? Það er frábært þegar veðrið er ágætt og ennþá betra þegar sólin skín. Áður en þið farið af stað er gott að líta út um gluggann og kíkja á veðrið. Það er líka góð hugmynd að skoða veðurspánna á vedur.is. Ekki má fara út í Gróttu á varptíma frá 1. maí til 15. júlí. Eins verður að passa hvenær búist er við næsta flóði svo þið verðið ekki innlyksa í Gróttu.

Hvað vitið þið um Gróttu?

Seltirningar hafa haldið vel utan um sögu Gróttu. Grótta er lítil örfiriseys á Seltjarnarnesi. Af elsta kortinu sem til er af Seltjarnarnesi má þó greina að eyjan hafi upphaflega verið hluti af Seltjarnarnesinu og föst því. Talið er að landbrot og hræringar hafi valdið því að Grótta slitnaði frá landi. Þótt Grótta sé eyja má þó ganga út í hana í fjöru. Leyfi var til skipaútgerðar í Gróttu og virðist svo hafa verið á meðan þar var búið. Svo gjöful var hún að alla 19. öld var hún talin ein bestu átta jarða á Framnesi.

Eyjan sökk í flóði

Búið var í þessari litlu eyju fyrr á öldum og var hans getið í heildum frá árinu 1547. Enn var búið í bænum árið 1703. Bærinn fór að lokum í eyði. Í Básendaflóðinu mikla í janúar árið 1799 fylgdu svo miklar náttúruhamfarir um Suður- og Vesturland að bæjar- og verslunarhús á Miðnesi og lagðist kauptúnið þar af. Þá brotnuðu 18 skip á Seltjarnarnesi og fóru nokkur alveg í spón. Slíkur var hamagangurinn að fiskigarðar og tún sópuðust út og fuku kirkjurnar á Hvalnesi og Nesi við Seltjörn. Þá flæddi svo mikið upp á Gróttu að eyjan var um tíma talin óbyggileg. Á 19. öld var þó aftur flutt í bæ á Gróttu.

_MG_6211 copy

Hvítur og fallegur viti er úti í Gróttu. Þetta er ekki fyrsti vitinn sem þar var reistur. Sá fyrsti var reistur árið 1897 og var vitavörður ráðinn út í eyjuna. Nýi vitinn var reistur árið 1947.

Friðlýst eyja

Árið 1974 var Grótta friðlýst. Síðan þá hefur verið hugsað vel um eyjuna og ýmislegt gert til að halda sögu hennar í heiðri. Rótarýklúbbur Seltjarnarness eignaðist sjóbúðin í Gróttu árið 1978 og lét klúbburinn gera hana upp. Um 20 árum síðar var ákveðið að koma þar upp fræðasetri og opnaði það árið 2000.

Í húsinu í Gróttu er aðstaða fyrir nemendur grunn- og leikskóla og marga fleiri.

Ferðir til og frá Gróttu

Á fjöru er hægt að komast fótgangandi út í Gróttu og hægt að vera þar í 6 klukkustundir eða þar til flæðir að nýju. Upplýsingar um flóð og fjöru er að finna í flóðatöflu viðkomandi mánaðar. Upplýsingar um flóð og fjöru eru líka á skilti við bílastæðið hjá Gróttu.

Leiðir að Gróttu

Strætó leið 11 gengur út á Seltjarnarnes og er best að fara úr vagninum nyrst við Lindarbraut. Þaðan er um 15 mínútna gangur út í Gróttu.

Friðland fugla

Á varptímanum, frá 1. maí til 15. júlí er ekki leyfilegt að fara út í Gróttu.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd