Það er alltaf gaman í Grindavík. Við Akur býr Þórdís Ásmundsdóttir. Þórdís bjó áður á Stöðvarfirði og hóf þar að safna steinum. Þegar Þórdís flutti til Grindavíkur tók hún steinasafnið með sér.
Í garðinum hjá Þórdísi á Akri úir og grúir af ýmis konar fallegum steinum sem margir hverjir eru til sölu. Þórdís fékk fyrir nokkru sérfræðinga í heimsókn og verðlögðu þeir steinana. Sumir þeirra eru metnir á tugi þúsunda króna.
Krakkar geta eignast steina í Grindavík
Kíkið á steinasafn Þórdísar á Akri. Þótt þið kaupið engan stein þá leyfir hún krökkum að velja sér steina til eignar. Og það er sko skemmtilegt!
En takið eftir einu. Ef vel er að gáð má í einum af gluggunum í húsinu sjá kunnuglegt andlit. Þetta er stytta af Petru steinasafnara á Stöðvarfirði sem horfir út í garðinn. Það er engu líkara en að hún sé að skoða steinasafn Þórdísar.
[ad name=“POSTS“]