Það er gaman að koma til Grindavíkur. Þar er margt að skoða. Við Steinar gistihús í gamla bænum í Grindavík eru nokkrar skemmtilegar tréstyttur. Stór og vegleg trémynd af manni með hatt tekur á móti gestum gistiheimilisins.
Stígur liggur í grasinu sem leiðir forvitin augu á bak við gistiheimilið. Þar eru fleiri styttur í leyni. Stór og stæðilegur víkingur í fullum skrúða gætir garðsins og hefur hann auga með rokkkónginum Elvis Presley sem nýtur lífsins í Baldursbránni.
Skreppið til Grindavíkur. Þar er margt skemmtilegt að skoða.

Víkingurinn Hafur Björn frá Moldagnúpi er heldur ógnvænlegur á að líta en hann gætir garðsins af stökustu prúðmennsku
Grindavík er skemmtilegur bær á sunnanverðu Reykjanesi og enga stund verið að skreppa þangað frá Reykjavík hvað þá öðrum bæjarfélögum á Reykjanesi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka. Þar eru líka kaffihús og ýmislegt fleira til dundurs og dægrastyttingar.
[ad name=“POSTS“]