Gott að taka til, endurnýta og býtta

12065599_10153173018062338_306627544731779663_n

Hafið þið einhvern tíma orðið leið á gömlu bókunum og spilunum sem fylla að skápa og önnur pláss? Það er gaman að endurnýja lestrarefnið í bókaskápnum og spilin í skápunum. En það kostar peninga, stundum heilmikla. Miklu hagkvæmara er að endurnýta hlutina, láta þá ganga áfram í annarra hendur með einum eða öðrum hætti.

Margir möguleikar eru til að endurnýta bækur og borðspil – og meira að segja og skó og fatnað ef því er að skipta.

Notið nytjamarkaðina

Margar flottar og forvitnilegar bækur má finna á góðu verði á nytjamarkaði Basarsins í Austurveri.

Margar flottar og forvitnilegar bækur má finna á góðu verði á nytjamarkaði Basarsins í Austurveri.

Fara má með fatnað og aðra hluti og gefa á nytjamarkaði á borð við Rauða krossinn, Góða hirðinn, nytjamarkaður Sorpu eða Basar mytjamarkaður í Austurveri við Háaleitisbraut. Þar má líka finna mikið úrval bóka og borðspila í góðu ásigkomulagi. Basarinn er líka oft með tilboð á bókum og má þar finna ansi nýlegar bækur, sumar nýútkomnar.

Býttimarkaðir eru líka skemmtilegir og geta þeir oft verið ansi líflegir. Spilavinir hafa endrum og eins og verið með býttimarkað í kjallaranum við Suðurlandsbraut. Þangað hefur fólk getað komið og skipt út gömlum borðspilum og púsluspilum fyrir önnur og notuð. Sömuleiðis er hægt að selja spil og kaupa önnur, jafnvel ný.

Lesið meira um býttimarkað Spilavina á Úllendúllen.

Hugmyndaríkir krakkar í Hafnarfirði

Framtakssömu krakkarnir úr Hafnarfirði sem stóðu fyrir býttimarkaðnum í Firðinum. MYND / Hafnarfjörður

Framtakssömu krakkarnir úr Hafnarfirði sem stóðu fyrir býttimarkaðnum í Firðinum. MYND / Hafnarfjörður

Þeir voru sniðugir krakkarnir í Hafnarfirði sem voru orðnir þreyttir á bókunum sínum sem þau höfðu lesið. Um tíu krakkar í Hafnarfirði brugðu á það ráð í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna í bænum. Þau settu á laggirnar býttimarkað í verslunarmiðstöðinni Firðinum.

Krakkarnir komu þangað með bækur sem þau höfðu lesið, sumar oftar en einu sinni, og býttuðu við aðra krakka. Fram kemur á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar að um tíu krakkar hafi komið í Fjörðinn. Þar hafi þau skipst á bókum auk þess sem fólk sem átti leið hjá hafi getað keypt af þeim notuðu bækurnar.

Það er gott að endurnýta

2015-08-18 17.51.00

Bækurnar á nytjamarkaði eru í ódýrari kantinum. Á flestum mörkuðum má finna ýmislegt fleira, vinylplötur, föt og skó og eitt og annað fyrir heimilið.

Svo vel gekk markaðurinn að búið var að skipta öllum bókum og selja aðrar hálftíma áður en markaðnum átti að ljúka.

Allir seldu eitthvað, sumir allt og einhverjir sem náðu að skipta öllum sínum bókum. Mikil ánægja var með markaðinn bæði meðal foreldra og barna sem fannst framtakið mjög skemmtilegt.

norræna húsið

Borðspil hafa sum hver legið óhreyfð lengi á mörgum heimilum.

Það er svo sannarlega hægt að gera ýmislegt við bækurnar, spilin og hlutina sem falla til í vorhreingerningunum.

Það er svo sannarlega gott fyrir sálartetrið að taka til og koma gömlu frá sér áður en nýju er hleypt inn á heimilið.

Það er góð hugmynd að koma þeim bókum og spilum og hvaðeina í annarra hendur áður en maður eignast nýtt. Allir hlutir geta átt framhaldslíf!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd