Það er gaman að hafa það kósí á föstudagskvöldum. Sumar fjölskyldur leggjast saman yfir skemmtilegri mynd. Aðrir vilja hafa spurningakeppni heima yfir Útsvari á RÚV.
Flestir vilja narta í eitthvað gott yfir föstudagsmyndinni eða Útsvari. Ís og heimatilbúinn mjólkurhristingur er eitt af því sem kemur til greina.
Ís og gómsætur krakkasjeik fyrir alla
Það er upplagt að búa til krakkasjeik með börnunum og leyfa þeim að hræra dásemdunum saman inni í eldhúsi.
Uppskriftin er ekki flókin. Þið kaupið einn pakka af ís, t.d. vanilluís og þá íssósu sem þið viljið. Byrjið á því að hella um einu glasi af mjólk í skál. Setjið síðan eins mikið af ís í skálina og þið teljið að fjölskyldan vilji. Ekki setja samt of mikið. Hrærið nú ísnum og mjólkinni saman. Bætið ís og mjólk út í skálina eftir þörfum. Að síðustu er gott að skella íssósunni saman við. Leyfið börnunum að smakka á ísblöndunni öðru hverju.
Þegar þið teljið sjeikinn tilbúinn náið þá í glös fyrir alla og hellið í þau. Passið að allir fái jafnt.
Fáið ykkur sjeik á föstudagskvöldið. Þetta er einfaldur en gómsætur sjeik fyrir krakka frá 3-300 ára!