Góðar og ódýrar bækur á nytjamörkuðum

2015-10-15 17.28.29

Það er aldrei hægt að tala of mikið um það hversu nauðsynlegur bóklestur er fyrir börn og unglinga. Meira að segja fullorðna fólkið hefur gott af því að lesa bækur.

Þú manst vonandi eftir því hvað það var gaman að lesa í æsku. Þeir sem eru komnir að miðjum aldri og jafnvel fast að eftirlaunaaldri mun eftir Nancybókunum, Fimmbókunum, bókunum um ævintýri Frank og Jóa, krökkunum í Ævintýraeyjunum og öllum þessum bókum sem margir krakkar lásu áður fyrr.

Auðvitað er veröldin fremur hallærisleg í þessum gömlu bókum. En þær eru skemmtilegar. Ef þú vilt rifja upp gömlu sögurnar með börnunum en átt ekki bækurnar uppi í bókahillu eða í kassa niðri í geymslu þá er líklegt að þú getir fundið þær á nytjamörkuðum. Þar geturðu líka fundið nýlegar bækur og það á góðu verði.

Gramsaðu á nytjamarkaði

Nytjamarkaðir eru algjör gullnáma fyrir gramsara. Margir þekkja Góða hirðinn sem Sorpa rekur en þar má finna húsgögn, leikföng og notaðar bækur. En markaðirnir eru fleiri.

Basarinn – Nytjamarkaður Kristniboðssambandsins í Austurveri við Háaleitisbraut er einn margra nytjamarkaða en með þeim flottari. Þar er að finna fatnað, bækur fyrir börn og fullorðna á mjög góðu verði og gamlar vínylplötur, geisladiska, myndbönd- og mynddiska, málverk, lampa og ýmislegt fleira fyrir heimilið. Allt eru þetta munir sem fólk hefur gefið. Allur ágóði af sölunni á Basarnum rennur til starfs Kristniboðssambandsins.

Basarinn er opinn alla virka daga á milli klukkan 11.00 til 18:00 en lokað er um helgar.

Basarinn er með vefsíðu og Facebook-síðu og þar má finna frekari upplýsingar. Það fer enginn tómhentur út af Basarnum.

2015-10-15 17.28.13

2015-08-18 17.51.00

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd