Veðurspáin býður kannski ekki upp á neitt stórskemmtilega útiveru í dag. Spáð er skýjuðu veðri, norðlægri átt og rigningu á köflum eða súld. Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir bjartviðri víða um landið vestanvert.
Margir eru í sumarfrí um þetta leyti og velta fyrir sér hvað hægt er að gera. Það er fyrirtak í þessu veðri að skreppa út og finna leikvöll, eða róló eins og þeir eru stundum kallaðir og skemmta sér.
Í Reykjavík eru leiksvæði víða og eru þau öllum opin. Opin leiksvæði eru 256, boltagerðin (sparkvellirnir) 34) leikskólarnir 85 og skólarnir 45. Þegar leikskólar eru lokaðir síðdegis, um helgar og í sumarleyfum eru leikskólalóðirnar nýttar sem leiksvæði fyrir fjölskyldur ungra barna. Á leiksvæðum leikskólanna sem sumir kalla róló eru fjölbreytt tæki og eru foreldrar ungra barna hvattir til að nýta sér lóðir leikskólanna utan vinnutíma þeirra. Ekki er leyfilegt að vera með hunda á leikskólalóðum.
Og nú er bara um að gera að leika sér!
Pingback: Jón Halldór Jónasson