Nú er stóri dagurinn runninn upp. Menningarnótt! Þetta er merkilegur dagur enda 20. skiptið sem Menningarnótt er í Reykjavík.
Gestir Menningarnætur eru yfir 100.000 gesti og viðburðirnir 400 talsins. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og er þar með séð til þess að allir borgarbúar geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru frá hádegi til miðnættis.
Margt um að vera á Menningarnótt – skoðið viðburðadagatalið
Eruð þið búin að ákveða hvaða viðburði þið ætlið að sjá og hvað þið ætlið að prófa? Það er svo margt í boði. Við á Úllendúllen erum búin að reka augun í fjölda viðburða sem henta bæði börnum og fullorðnum.
Hér er brot af áhugaverðum viðburðum:
- Kíkið á æfingu á íslenskri ævintýraóperu
- Maximús Músikús í Hörpu
- Jólasveinarnir í sumarskapi
- Æfing með fljúgandi fjölskyldum
- Hver er uppáhalds fáninn þinn?
- Látið taka mynd af ykkur í furðufötum
- Krakkajóga fyrir fullorðna í Grófinni
Áður en haldið er í bæinn er líka gott að kynna sér dagskrá Menningarnætur.