Bingó er skemmtilegur leikur sem gaman er að spila í hópi. Leikinn er hægt að útfæra á ýmsa vegu.
Í leiknum eru tölur dregnar út af handahófi og þær bornar saman við spjöld með 25 reitum. Spjöldin má ýmist prenta á pappír eða kaupa sérstök bingóspjöld. Sá vinnur sem fyrstur fær rétta röð af útdregnum tölum. Hann þarf að hrópa bingó og er þá farið yfir tölurnar sem dregnar voru út og þær bornar saman við bingóspjaldið.
Bingó í ýmsum útfærslum
Hægt er að spila ýmsar útfærslur af bingó, ýmist eina röð niður eða allar tölurnar á spjaldinu. Ef veita á vinninga í bingóinu geta litlu vinningarnir verið fyrir eina röð en stærsti vinningurinn fyrir allt spjaldið.
Nánari lýsingu á bingó, sögu þess og afbrigðum má finna á wikipediu (á ensku).