Nú geturðu lært að búa til víkingaskraut

Landnámsmenn og konur og afkomendur þeirra á Íslandi bjuggu til allskonar skraut og fallega hluti og finnast margir þeirra út um alla koppagrundir í fornleifauppgröftrum. Á víkingatímum skipti líka máli að eiga fallegt skraut og var það stöðutákn að eiga fallegar glerperlur. Perlurnar voru einmitt verðmætur gjaldmiðill.

Aðferðir víkinganna við að búa til skrautið eru ævafornar.

Á Landnámssýningunni ætlar glerblásarinn Fanndís Huld Valdimarsdóttir að sýna krökkum hvernig gler er brætt og mótað í perlur yfir opnum eldi. Hún notar bæði nýjar aðferðir og gamlar að hætti víkinga og er tilbúin að spjalla við gesti sýningarinnar og segja þeim frá þessu gamla handbragði.

Í kjölfarið geta krakkarnir sest niður og búið til perlufestar eða armbönd að eigin smekk. Gott úrval af litríkum perlum verður í boði. Allt hráefni verður á staðnum og er smiðjan þátttakendum að kostnaðarlausu.

Glerperlusmiðjan er laugardaginn 11. júlí á milli klukkan 13:00-15:00.

Frítt verður inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum á meðan á smiðju stendur, en dagskráin er hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem á þessu ári stendur yfir frá maí fram í ágúst.

Landnámssýningin í Reykjavík er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd