Gleðilegt sumar á Sumardaginn fyrsta!

Sumardagurinn fyrsti er runninn upp. Sólin farin að hækka talsvert á lofti og fólk farið að brosa nokkuð meira en fyrir nokkrum dögum.

Sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið frábær.

Silkisaumað tjald?

Lengi tíðkaðist að gefa sumargjafir á sumardaginn fyrsta. Þetta er siður sem hefur verið til frá 16. öld og er sagður eiga sér lengri sögu en jólagjafir. Enda nokkuð skárra að opna pakka í oggulítilli birtu en í dimmu og saggafullum torfkofa. Fyrir löngu fengu allir gjafir. Elsta dæmið um sumargjöf kemur úr minnisblaði frá árinu 1545 en þar skrifar Gissur Einarsson, biskup í Skálholti, að á biskupssetrinu hafi heimilisfólkið gefið hvert öðru sumargjafir. Á meðal gjafanna voru skeiðar, silkisaumað tjald, silfurkeðja og ensk mynt.

Lengi tíðkaðist að gefa sumargjafir á sumardaginn fyrsta. Þetta er siður sem hefur verið til frá 16. öld og er sagður eiga sér lengri sögu en jólagjafir. Enda talsvert betra að opna pakka í oggulítilli birtu en í dimmu og saggafullum torfkofa. Fyrir löngu fengu allir gjafir. Elsta dæmið um sumargjöf kemur úr minnisblaði frá árinu 1545 en þar skrifar Gissur Einarsson, biskup í Skálholti, að á biskupssetrinu hafi heimilisfólkið gefið hvert öðru sumargjafir. Á meðal gjafanna voru skeiðar, silkisaumað tjald, silfurkeðja og ensk mynt.

Nú eru það helst börnin sem fá þær á þessum fína degi. Virka gömlu gjafirnar enn? Gaman væri að prófa það og gefa enska mynt úr afgangs gjaldeyri frá síðasta sumri, plastskeið og keðju. Það er líklega talsvert meira vesen að redda sér silkisaumuðu tjaldi og enn meiri hausverkur fyrir þann sem fær þá fínu gjöf að finna út úr því hvað hægt er að gefa við hana.

Gjöfunum hefur eitthvað fækkað í seinni tíð. Dagurinn er frídagur og gera fjölskyldur þá eitthvað skemmtilegt saman til að lyfta sér upp.

Ekki hægt að fara í skrúðgöngu

Allavega. Á Wikipediu segir að sumardaginn beri alltaf upp á fimmtudegi á milli 19. – 25. apríl á hverju ári. Sagt er að samkvæmt íslenskri þjóðtrú verði sumarið gott ef vetur og sumar frjósi saman, það er að frost verði aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Kíkjum til himins og vonum það besta. En ljóst er að sama hvernig viðrað, þá verður sumarið vonandi miklu betri en í þessu samkomubanni sem koma í veg fyrir .

Það er ekki einu sinni hægt að fara í skrúðgöngu!

En hvað er þá hægt að gera?

Jú, fólk lætur ekki deigan síga þótt samkomubann komi í veg fyrir….jú, auðvitað samkomur og fjölmenni á sama stað. Það er jú betra að passa sig og aðra.

Nokkrir viðburðir

Við höfum fundið nokkra ansi skemmtilega viðburði sem hressa og kæta í samkomubanninu á sumardaginn fyrsta.

Skátarnir eru náttúrlega alveg frábærir og kunna að leika sér. Í það minnsta tveir ratleikir eru á höfuðborgarsvæðinu og annar þeirra verður í gangi inn í helgina. Síðan er stafrænt bingó í Kringlunni sem Skoppa og Skrítla stýra.

Stafrænt sumarbingó

Skoppa og Skrítla eru bingóstjórar í stafrænu sumarbingói sem haldið verður í Kringlunni á sumardaginn fyrsta. á milli klukkan 12-13.

Hægt er að nálgast bingómiða á vefsíðu Kringlunnar.

Glæsilegir vinningar eru í boði Kringlunnar og Hagkaups.

Ratleikur í Öskjuhlíð

Skátasamband Reykjavíkur hefur skipulagt fjölskylduratleikinn Betri tíð í Öskjuhlíð. Þetta er tilvalinn leikur fyrir alla fjölskyldur til að leika sér saman úti og leysa þrautir.

Það eina sem þarf er vel hlaðinn sími og appið Actionbound. Appið er hægt að sækja hér: https://en.actionbound.com/download/.

Leikurinn tekur um klukkutíma og hann má spila hvenær sem er á sumardaginn fyrsta. Þess vegna þarf ekki að hefja leikinn á neinum sérstökum tíma.

Þátttakendur sem klára ratleikinn geta skráð nafn sitt í pott og unnið skemmtilega vinninga.

Ratleikur í Mosfellsbæ

Skátafélag Mosverja í samstarfi við Mosfellsbæ hafa búið til fjölskylduratleikinn Leitin að sumrinu. Hann fer innan hverfa bæjarins en allir geta tekið þátt. Leikurinn fer í gang á Sumardaginn fyrsta, þann 23.apríl kl 10.00 og lýkur kl. 18.00 sunnudaginn 26.apríl.

  • Leysa þarf, í það minnsta, 5 þrautir af 10 í því hverfi sem fólk býr í.
  • Þátttakendur birta myndir af þrautunum og hvernig þær voru leystar á Instagramaðgangi sínum. Merkja þarf myndirnar með myllumerkinu #Leitinadsumrinu og #Mosverjar.
  • Að kvöldi 26.apríl verða dregnar út fjölskyldur sem fá þátttökuverðlaun. Vinningar verða kynntir hér á viðburðinum fram að leik.

Þið finnið meiri upplýsingar um leikina í viðburðadagatali ullendullen.is.

Góða skemmtun og gleðilegt sumar!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd