Gleðilegan 17. júní!

Nú er 17. júní, fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, sem stundum er kallaður forseti en var aldrei forseti Íslands.

Yfirleitt er mikið húllumhæ um borg og bí. Nú verður dagskránni breytt ansi víða enda mega aðeins 300 manns koma saman.

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir er mjög auðvelt að gera sér glaðan dag og ýmislegt skemmtilegt, flagga og allskonar jibbíjei heimafyrir.

Ýmis konar viðburðir eru líka í boði fyrir fjölskyldufólk.

Þetta er á meðal þess sem er í boði

Reykjavík

  • Hefðbundin dagskrá verður frá morgunathöfn á Austurvelli í beinni dagskrá í RÚV. Allir sem vilja geta fylgst með heima í stofu.
  • Plötusnúðar kæta gesti í Hljómskálagarðinum og á Klambratúni á milli klukkan 13:00 – 18:00. Matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn.
  • Á milli klukkan 13:00 – 18:00 munu sirkuslistamenn ganga um götur með kórum, listahópum, götuleikhúsi og mörgum fleirum sem ætla að skapa óvæntar upplifanir.
  • Þjóðhátíðardagskrá á Árbæjarsafni. Fjallkonunni verður skautað í Lækjargötu kl. 14. Skólahljómsveit Grafarvogs leikur kl. 15 og félagar Heimilisiðnaðarfélagsins sýna fallegt handverk í völdum safnhúsum. Þá verða margir flottir fornbílar á víð og dreif um safnsvæðið. Litríku og góðu sleikjóarnir verða á sínum staði í Krambúðinni og heitt á könnunni í Dillonshúsi og heimabakað góðgæti.

Meira um dagskránna hér

Hafnarfjörður

  • Fjölbreytt dagskrá í Hellisgerði, á Thorsplani, Hörðuvöllum, Víðistaðatúni, við íþróttahúsið við Strandgötu og Bókasafn Hafnarfjarðar.

Kópavogur

  • Fimm hverfahátíðir í kringum menningarhúsin í Kópavogi, við Fífuna, í Fagralundi, Salalaug og Kórinn.
  • Við íþróttahúsin koma fram Bríet, Selma og Regína Ósk, Lína Langsokkur, Saga Garðarsdóttir, Ræningjarnir úr Kardimommubæ, Leikhópurinn Lotta, Dansskóli Birnu Björns, Karíus og Baktus, Þorri og Þura, Gugusar, Sikurs, Eva Ruza og Hjálmar.
  • Við menningarhúsin er boðið upp á tónlistaratriði, draumafangarasmiðju, sirkussýningu og ævintýraþraut fyrir fjölskylduna svo eitthvað sé nefnt.

Akureyri

  • Hátíðardagskrá í Lystigarðinum. Samkomuflötinni við skrúðhúsið hefur verið skipt í tvö hólf.
  • Blómabíll ekur um bæinn um hádegisbil.
  • Klukkan 13:15 hefst hátíðardagskrá í Lystigarðinum. Barnakórar syngja og Ronja ræningjadóttir stígur á stokk.
  • Klukkan 15:00 er boðið upp á siglingu um Pollinn í eikarbátnum Húna II.

Meira um dagskránna á Akureyri hér

Ísafjörður

  • Ratleikur í boði körfuknattleiksdeildar Vestra á milli klukkan 13:00 – 15:00.
  • Barnaleikrit á sjúkrahústúninu klukkan 14:00. Þar sýnir Kómedíuleikhúsið leikritið Dimmalimm eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal.

Meira um skemmtunina á Ísafirði

Egilsstaðir

  • Fjölskyldumessa í Egilsstaðakirkju klukkan 10:30.
  • Barnadagskrá í Tjarnargarðinum á milli klukkan 11:00 – 14:00. Þar verða hoppukastalar, LEGO-keppni, hjólaþrautir og margt fleira.

Meira um skemmtunina á Egilsstöðum

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd