Gleðigangan: Sameinumst í hamingjuknúsi

Gleðigangan á Hinsegin dögum er jákvæð fjölskylduskemmtun. MYND / Hinsegin dagar

Gleðigangan á Hinsegin dögum er jákvæð fjölskylduskemmtun. MYND / Hinsegin dagar

Hinsegin dagar hafa staðið alla vikuna og nær hápunktinum eftir hádegi í dag þegar Gleðigangan lætur úr hlaði. Eftir gönguna verður heljarinnar skemmtidagskrá við Arnarhól.

 

Takið regnhlífina með

Búast má við því að allt að 100.000 manns í bænum í dag að skemmta sér og styðja við bakið á þeim sem þora að vera þeir sjálfir. Veðurspáin er ekki upp á marga fiska og er því ráð að taka regnhlíf og hlífðarföt með í bæinn til vonar og vara.

Fyrstu eiginlegu hátíðahöldin í tengslum við Gay Pride voru haldin með útitónleikum og skemmtidagskrá á Ingólfstorgið árið 1999. Þá mættu 1.500 manns. Ári síðar var blásið til gleðigöngu og mættu 5.000 manns í hana. Gangan hefur vaxið ár frá ári og er dagskráin alla vikuna þéttskipuð. Varlega áætlað má búast við að þátttakendur í göngunni þeir sem hafa fylgst með henni og skipulagðri dagskrá í kringum gönguna hafi síðastliðin fimm ár slagað hátt í 100.000.

 

Heljarinnar skemmtun

Gleðigangan hefst við Umferðamiðstöðina í Vatnsmýri á morgun klukkan 14 og fer hún eftir Vatnsmýrarvegi, Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu og framhjá Arnarhóli. Við Arnarhól tekur svo við heljarinnar skemmtidagskrá og útitónleikar. Þar koma meðal annars fram AmabAdamA, Steed Lord, Agent Fresco og að sjálfsögðu sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd