
Helgafell við Hafnarfjörð er afar vinsæl gönguleið hjá fjölskyldufólki og æðislegt að ganga á fellið í góðu veðri.
Helgafell er skemmtilegt og fallegt fell sem myndaðist við gos undir jökli seint á ísöld. Helgafell stendur upp úr hraunbreiðu sem talið er hafa runnið eftir landnám. Fellið er alls ekki of hátt fyrir litla fætur, aðeins 340 metrar. Þótt Helgafell er víða klettótt og bratt þá er tiltölulega auðvelt að ganga upp á það norðaustanmegin.

Gangan á Helgafell hefst við Kaldársel og er gengið eftir greinilegum slóða á jafnsléttu í átt að fellinu norðvestanmegin við það. Slóðinn sveigir síðan upp og honum fylgt alla leið á toppinn.
Skemmtilegt er að staldra við á toppnum og njóta útsýnisins í góðu veðri áður en snúið er til baka. Á toppnum er útsýnisskífa og hægt að sjá yfir til Reykjavíkur og yfir Reykjanesið en líka til margra fjalla. Þar á meðal eru Valahnjúkar, Húsfell og Búrfell og Grindarskörð.
Um 30 mínútur tekur að aka í rólegheitum að Kaldárseli þar sem gangan hefst. Gönguleiðin er um 6 km og getur gönguferðin tekið um frá 1-3 klukkustundum.
Fjallað er um gönguleiðin í Fjallabók fjölskyldunnar. Þar segir að einnig er hægt að ganga upp á Valahnúka og yfir þá og skoða gamlan gangnahelli sem áður var kallaður Músarhellir. Sömuleiðis er hægt að ganga hringleið um Helgafell.
Besta leiðin til að tryggja ánægjulega og góða gönguferð er að ná í smáforritið Wapp – Walking app og hafa það í símanum. Á Wapp er hægt að nálgast fjölda gönguleiða fyrir stóra fætur og smá víða um land. Magnað stöff.
Svona lítur gönguleiðin á Helgafell út í Wappinu