Berfótagarðurinn: Takið af ykkur skóna og komist í snertingu við náttúruna

Berfótagarðurinn hjá Garðyrkjustöðinni Engi

Hann er skemmtilegur berfótagarðurinn á Engi. Mynd / Engi.

Þeir sem vilja fara í stutt ferðalag og prófa svolítið öðruvísi ættu að gera sér fer í lífræna markaðinn hjá Garðyrkjustöðinni Engi í Bláskógabyggð. Þar er svokallaður berfótagarður en þar taka gestir af sér skó og sokka og ganga berfættir um eftir stíg á milli hárra trjáa. Á stígnum er sandur, könglar, steinar og ýmislegt fleira.

Sigrún Elfa Reynisdóttir, sem rekur markaðurinn á Engi með fjölskyldu sinni, segir í samtali við RÚV, hollt og gott að finna fyrir jörðinni undir fótum sér.

Sigrún segir hugmyndina hafa kviknað fyrir nokkrum árum þegar þýsk kona mælti með því að gera berfótagarð á Engi. Sigrún hafi ekki þekkt slíka garða en kynnt sér málið og komist að raun um að margir slíkir eru í Þýskalandi og raunar víðar. Fólk keyri langar leiðir til að komast í góðan berfótagarð.

Garðinn er opinn gestum á sama tíma og lífræni markaðurinn sem Sigrún rekur ásamt eiginmanni sínum. Fyrirhugað var að loka eftir Verslunarmannahelgina. Sigrún segir mögulegt að bæta nokkrum dögum við því viðbrögð við berfótagarðinum hafi verið mjög góð.

Lífræni markaðurinn á Engi er líka á Facebook. Þar má finna mikið af gagnlegum upplýsingum.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd