Þorramatur er hluti af Íslandssögunni

2016-01-21 16.27.02

Þorrinn er byrjaður og markast upphaf hans af Bóndadeginum 22. janúar. Þorrinn hefst ætíð á föstudegi í 13. viku vetrar og stendur hann til Góu, sunnudagsins 21. febrúar. Nafnið þorri er ævafornt og kemur það fyrir í elsta íslenska rímnahandritinu frá lokum 12. aldar en líka í Grágás frá 13. öld. Ekki er alveg víst hvaðan nafnið er komið en talið er að það tengist því að nú er miður vetur.

Nánar má lesa um þorrann og vangaveltur um uppruna þorrans á Wikipediu. Ýmis skemmtilegur fróðleikur um þorrann og þorrablót er líka á Vísindavefnum.

Þorrablótin heima og heiman

Það hefur semsagt tíðkast lengi að fagna þorranum og voru þorrablót haldin í heimahúsum á fyrri öldum. Það var ekki fyrr en um árið 1873 sem greina má vísi að þorrablóti eins og þau eru í dag. Þorrablótið héldu íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn.

Sviðakjamminn er ekki beint það ferskasta úr ísskápnum.

Sviðakjamminn er ekki beint það ferskasta úr ísskápnum.

Þorrablót voru ekki mikil fyrr en um miðja 20. öld þegar veitingastaðurinn Naustið í Reykjavík blés lífi í það. Á matseðlinum í Naustinu var það sem kallaður var hefðbundinn íslenskur matur. Hann var súr og reyktur en líka saltaður.

Þorramaturinn er ekki allra enda sést kæstur matur ekki á veisluborðum alla jafna. Hafið þið séð kæstan mat í fermingarveislu? Nei, það yrði saga til næsta bæjar.

Hvernig geymir maður mat?

Þessi hefðbundni þorramatur sem kynntur var í Naustinu á sínum tíma var auðvitað matur sem fólk snæddi almennt fyrir mörg hundruð árum og geymdur var með þeim aðferðum sem þekktust á Íslandi um þúsund árum áður en rafmagn var fundið upp. Þetta er semsagt frekar matur sem Þjóðminjasafnið ætti að bjóða upp á en venjuleg heimili, hvað þá veitingastaður.

En sagan er skemmtileg og alltaf gaman að rifja upp hvernig líf forfeðranna var og hvað langalangalangalanglang ömmur og afar og forfeður þeirra líka lögðu sér til munns.

Súrsaðir hrútspungar

Hér er listi yfir það sem þið þurfið að kaupa fyrir þorramatinn þegar þið rifjið upp söguna.

Kæstur hákarl, súrsaðir hrútspungar, svið, sviðasulta, lifrarpylsa, blóðmör lundabaggi og selfshreifar. Ekki gleyma harðfiskinum, hangikjötinu og rúgbrauðinu.

Nú er bara að skella sér á bólakaf í Íslandssöguna við veisluborðið!

Passið ykkur á því að kaupa ekki of mikið af þorramat. Það er nefnilega ekki víst að þið viljið eiga afgang.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd