Gaman að spila Ólsen Ólsen

2015-10-07 08.11.48

Nú er heldur betur tekið að hausta og kuldaboli farinn að sparka í básinn. Þá er nú gott að luma á trompi uppi í erminni til að gera inni í leiðindaveðri.

Margir krakkar skella sér í tölvuleiki þegar veðrið er leiðinlegt. En ýmislegt fleira er hægt að gera.

Ólsen Ólsen er skemmtilegt spil sem tveir eða fleiri geta haft gaman af. Ólsen Ólsen er spilað með venjulegum spilastokki. Markmiðið er að losa sig við öll spil á hendi. Sá sem það gerir segir Ólsen Ólsen þegar hann leggur síðasta spilið á borðið og fer með sigur af hólmi.

Þegar getið lesið ítarlegar upplýsingar um Ólsen Ólsen á vefnum Spilareglur.is.

Hér er að neðan er stutta útgáfan af Wikipediu.

Svona spilið þið Ólsen Ólsen

Hver spilari fær fimm spil og er afgangurinn af bunkanum settur á borðið á milli spilaranna. Eitt spil er tekið úr bunkanum og það látið snúa upp. Sá byrjar sem er á vinstri hönd þess sem gefur og spilað er réttsælis.

Sá sem byrjar verður að setja niður spil af sömu sort og snýr upp og aðeins eitt í einu.

Tvær leiðir eru til að skipta um sort. Það má breyta með áttu eða ef maður á tvö eða fleiri spil af sömu sort, t.d. laufatíu og laufaspaða eða þrjá gosa. Sá sem vill skipta um sort verður að setja öll spilin út og láta nýju sortina vera efst.

Ef einhver á ekkert spil og getur ekkert gert þá verður hann að draga þrisvar sinnum nýtt spil úr bunkanum. Ef hann getur ennþá ekkert gert eftir það þá verður hann að segja pass og hinir fá að gera. Sá sem er með eitt spil á hendi eða tvennu og gæti verið að vinna spilið þá verður viðkomandi að segja Ólsen. Sá sem leggur sín síðustu spil á borðið og sigrar leikinn segir svo Ólsen Ólsen.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd