Gaman að heimsækja bílasafnið í Stóragerði

MIFWY-XtlNN_HKLkPbJNhkey05s0B9BMpO9x8FnYb40

Samgönguminjasafnið í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði er helgistaður fyrir unnendur bíla og annarra muna frá árunum 1923 til 1990. Gunnar Þórðarson bílaáhugamaður og fjölskylda hans eru fólkið á bak við safnið en Gunnar hefur verið ötull í því að gera upp fjölda bíla af ýmsum stærðum og gerðum í gegnum árin.

 

Elvis Presley passar bílana

Aðkoman að véla- og samgöngusafninu er til fyrirmyndar. Þetta er stórkostlegt safn með ökutækjum frá ýmsum tímum í risastórri skemmu. Bílarnir í skemmunni eru allir uppgerðir og fylgja sumum þeirra ítarlegar upplýsingar.

Eins og sjá má á myndunum er margt á safninu sem minnir á gömlu bílabíómyndirnar frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Í sal sem hópar geta leigt utan opnunartíma er meira að segja æðislegur glymskratti af gamla skólanum og stytta af rokkkónginum Elvis Presley og ýmsir munir honum tengdir. Cadillac-sófinn er líka frábær mubla.

 

Ryðgaðir dýrgripir

Á bak við Samgönguminjasafnið í Stóragerði er mikið af ökutækjum sem á eftir að koma í stand. Þótt þar úi og grúi af því sem virðist ryðgaðar bíldruslur þá leynist þar löng og merkileg bílasaga Íslands.

Safnið var opnað í júní árið 2004 og opnar það í júní á sumrin. Því lokar svo aftur í enda september. Síðasti formlegi opni dagurinn á véla- og samgöngusafninu var í vikunni. Þið hafið eitthvað til að bíða eftir í vetur. Það er styttra í júní 2016 en þið haldið. Þangað til getið þið skoðað myndirnar af safninu með börnunum og sagt þeim sögur af þeim bílum sem þið kannist við.

Þið getið fræðst nánar um Samgöngusafnið á Facebook.

IMG_0607 _MG_3505 IMG_0630 _MG_3508 _MG_3511 IMG_0619 IMG_0611 IMG_0555 T3PmQ__AWhngx6GfQmBGOQDK9kv-EU3c-iZ9oPnHs3Y

IegSo3eVeQ-VsYUcyvpK9gZeR-kg-FZpcfh6-vEB4Cs

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd