Gamaldags þjóðhátíð á Árbæjarsafni

Þau eru kát skötuhjúin á baðstofuloftinu í gamla bænum á Árbæjarsafni.

Þau eru kát skötuhjúin á baðstofuloftinu í gamla bænum á Árbæjarsafni.

Hvað ætlið þið að gera skemmtilegt á þjóðhátíðardaginn 17. júní?

Það er fátt þjóðlegra en að koma á Árbæjarsafn og fá nasasjón af lífinu í gamla daga. Þjóðhátíðin verður í hávegum höfð á Árbæjarasafni 17. júní á milli klukkan 13-16.

Dustið rykið af þjóðbúningum

Í Árbæjarsafni verða fallegir þjóðbúningar í aðalhlutverki 17. júní venju samkvæmt og eru gestir hvattir til að mæta í eigin búningum. Fjallkonu safnsins verður skautað kl. 14 og geta gestir fylgst með því hvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning Þá sýnir barnahópur frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur dans klukkan 15:30.

Það er eldgamall siður að skera út laufabrauð. MYND / Árbæjarsafn

Það er eldgamall siður að skera út laufabrauð. MYND / Árbæjarsafn 

Meðlimir Fornbílaklúbbsins munu safnast saman á safninu um hádegisbil og verða með bílana sína til sýnis á safninu til klukkan 16.

Ýmislegt verður um að vera á safninu þennan dag. Á baðstofuloftinu verður spunnið á rokk og bakaðar lummur í eldhúsinu. Á torginu er líka líf og fjör. Í safnhúsinu Lækjargötu 4 kennir margra grasa á sýningunni Neyzlan – Reykjavík á 20. öld.  Fyrir yngstu kynslóðina  er tilvalið að heimsækja sýninguna Komdu að leika en þar er mikill fjöldi leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkunum er frjálst að leika sér með.

Árbæjarsafn

Auk þess er fjölbreytt úrval af útileikföngum til staðar sem krökkum býðst að nota að vild, svo sem húla-hringir, snú-snú, kubb og stultur. Á gamaldags róluvelli verður hægt að leika í rólunum, vegasaltinu eða í sandkassanum.

Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.

Hafið þið komið á Árbæjarsafn?

Árbæjarsafn er skemmtilegur og afar fjölskylduvænn staður. Á vef Reykjavíkurborgar segir að þar séu yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Í þorpinu eru smærri íbúðarhús iðnaðar- og tómthúsmanna frá 19. öld og upphafi 20. aldar. Þar geta börn keyrt um í kassabílum. Í einu húsanna er leikfangasýning þar sem börnin mega leika sér að vild. Gömlu bæjarhúsin voru byggð á árunum 1890-1918. 

Hvað finnst þér skemmtilegt?

Leikaranum og grínistanum Þorsteini Guðmundssyni finnst gaman að fara í Árbæjarsafn. Þangað fer hann stundum með börnum sínum og þar fá þau sér kaffi.

Búið til þorp

_MG_9943 copy

Á vef Árbæjarsafns segir að það hafi verið árið 1957 sem ákveðið var að á túni Árbæjar skyldi gerður almenningsgarður og komið upp safni gamalla húsa með menningarsögulegt gildi fyrir höfuðborgina. Safnið var opnað strax þá um haustið.  Fyrsta flutningshúsið, Smiðshús, var flutt þangað árið 1960. Ári síðar komu Dillonshús og Suðurgata 2.

Á safninu er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma.Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira. Allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni.

Ókeypis fyrir börnin

Frítt inn fyrir börn yngri en 18 ára.

Árbæjarsafn er opið daglega í sumar frá kl. 10:00 – 17:00.

Árbæjarsafn

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd