Alþjóðlegi safnadagurinn 2017: Frítt inn á ýmis söfn

Jóhannes Sveinsson Kjarval var einn af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar. Hann tók skóflustungu að Kjarvalsstöðum en lést ári áður en listasafnið var vígt.

Alþjóðlegi safnadagurinn er fimmtudaginn 18. maí. Safnadagurinn er sérstaklega skemmtilegur því þá er frítt inn á hin og þessi söfn og geta fjölskyldurnar því farið saman á safn og upplifað eitthvað, nýtt, spennandi og skemmtilegt og fræðst um lifnaðarhætti liðins tíma án þess að borga krónu.

Fjöldi safna býður upp á viðburði í tengslum við alþjóðlega safnadaginn.

Hér að neðan er listi yfir stærstu söfnin á höfuðborgarsvæðinu sem taka þátt í alþjóðlega safnadeginum og bjóða upp á viðburði sem bæði börn og fullorðnir geta notið saman. Ekki eru taldir upp fyrirlestrar sem henta fremur fullorðnum en börnum. Auðvitað er ekkert víst að börnum finnist allar sýningarnar skemmtilegar. En það verður að hafa það, sumar þeirra eru í það minnsta fræðandi og gagnlegar og geta opnað augu barna fyrir listum.

 

Söfnin

Listasafn Reykjavíkur: Frítt inn allan daginn

Sjóminjasafn Reykjavíkur: Ókeypis leiðsögn um varðskipið Óðinn

Árbæjarsafn: Ókeypis leiðsögn í hádeginu um nýja varðveisluhúsið

Kjarvalsstaðir: Frítt inn á leiðsögn um verk Louisu Matthíasdóttur og Kjarvals

Landnámssýningin í Aðalstræti: Sýning um dýrin í Landnáminu

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd