Frítt á Þjóðminjasafnið í hálfan mánuð

Það er engin smáræðis gleði sem braust út þegar yfirvöld rýmkuðu samkomubannið 4. maí úr 20 manns í 50. Söfn landsins opnuðu þá dyr sínar eftir nokkurra vikna lokun.
Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu í Reykjavík er eitt þessara safna.

Í tilefni af því að fleiri geta nú verið á safninu en áður býður safnið öllum gestum frítt inn til og með 18. maí. Að því tímabili loknu verður áfram frítt inn fyrir börn yngri en 18 ára.

Hægt er að skoða alveg lifandis helling á Þjóðminjasafninu sem tengist allskonar frá fyrstu árum þjóðarinnar í svo til nýju landi með víkingum á hverri þúfu og til nútímans.

Fimm sýningar eru í gangi. Í byrjun maí var sett upp ný ljósmyndasýning á Torginu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta. 

Í Bogasal er sýningin Saga úr jörðuHofsstaðir í Mývatnssveit, í

Myndasal er ljósmyndasýningin Í Ljósmálinu með verkum áhugaljósmyndarans Gunnars Péturssonar og á Veggnum sýning Jessicu Auer, Horft til norðurs.

Í Horninu er svo sérsýningin  Kirkjur Íslands – leitin að klaustrunum.  Sýningar þessar munu allar standa út sumarið fram að hausti og sumar lengur.

Að lokum er það grunnsýningin Þjóð verður tilmenning og samfélag í 1200 ár er opin gestum að vanda. Þar er saga þjóðarinnar rakin í tímaröð frá landnámi til dagsins í dag. 

Nú er bara að skella sér með fjölskylduna á Þjóðminjasafnið og sjá hvernig stemningin var hjá langömmu og langafa og langömmum þeirra.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd