Vellir til að stunda frisbígolf hafa verið að spretta upp víða um borg og bí síðustu árin og hefur Frisbígolfsambandið verið duglegt við að búa til nýja velli.
Í þessari viku spáir Veðurstofan hægri breytilegri átt um allt land og 6 til 14 gráða hita, hlýjast á Suðurlandi. Norðanlands verði hitinn milli 5 og 10 stig. Spáð er skúrum með þurrkum á milli um land allt. Veðrið ætti því ekki að stöðva þá sem vilja skella sér í frisbígolf.
Á Fréttavef Morgunblaðsins segir að kalt loft norðan af landinu hafi streymt yfir undanfarið en nú sé spáð sunnanátt með mikilli rigningu sunnanlands næsta miðvikudag.
„Það er kalt loft yfir landinu og við erum svolítið föst í því. Þetta verða síðdegisskúrir um allt land en hlýjast sunnanlands, þess vegna ágætt útivistarveður. Það þarf bara að vera við öllu búinn, taka með sér regnfötin og sólarvörnina,“ segir á Mbl.is
Veðurspá næsta sólarhrings er þessi:
Norðlæg átt 5-13 m/s. Rigning norðan- og austantil með morgninum, annars bjart með köflum. Líkur á síðdegisskúrum suðvestantil á morgun. Hiti víða 5 til 14 stig.
Ef þið eruð á faraldsfæti þá er flottur 18 holu Fribígolfvöllur á tjaldstæðinu á Flúðum. Völlurinn er krefjandi enda holur og hæðir útum allt.
Þegar þið farið til Flúða þá verðið þið að prófa frisbígolfvöllinn!
[ad name=“POSTS“]