Flúðir: Frábært frisbígolf

Frisbígolf er íþrótt sem nýtur aukinna vinsælda

Frisbígolf er hægt að stunda víða, t.d. á frisbígolfvellinum á Flúðum

Vellir til að stunda frisbígolf hafa verið að spretta upp víða um borg og bí síðustu árin og hefur Frisbígolfsambandið verið duglegt við að búa til nýja velli.

Í þess­ari viku spá­ir Veður­stof­an hægri breyti­legri átt um allt land og 6 til 14 gráða hita, hlýj­ast á Suður­landi. Norðan­lands verði hit­inn milli 5 og 10 stig. Spáð er skúr­um með þurrk­um á milli um land allt. Veðrið ætti því ekki að stöðva þá sem vilja skella sér í frisbígolf.

Á Fréttavef Morgunblaðsins segir að kalt loft norðan af land­inu hafi streymt yfir  und­an­farið en nú sé spáð sunna­nátt með mik­illi rign­ingu sunn­an­lands næsta miðviku­dag.

„Það er kalt loft yfir land­inu og við erum svo­lítið föst í því. Þetta verða síðdeg­is­skúr­ir um allt land en hlýj­ast sunn­an­lands, þess vegna ágætt úti­vist­ar­veður. Það þarf bara að vera við öllu bú­inn, taka með sér regn­föt­in og sól­ar­vörn­ina,“ segir á Mbl.is

Veður­spá næsta sól­ar­hrings er þessi:

Norðlæg átt 5-13 m/​s. Rign­ing norðan- og aust­an­til með morgn­in­um, ann­ars bjart með köfl­um. Lík­ur á síðdeg­is­skúr­um suðvest­an­til á morg­un. Hiti víða 5 til 14 stig.

Ef þið eruð á faraldsfæti þá er flottur 18 holu Fribígolfvöllur á tjaldstæðinu á Flúðum. Völlurinn er krefjandi enda holur og hæðir útum allt.

Þegar þið farið til Flúða þá verðið þið að prófa frisbígolfvöllinn!

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd