Margar fjölskyldur hafa pizzur í matinn á föstudagskvöldum. Það er tilbreyting eftir allt stressið í vikunni. En hvað ætlið þið að hafa í eftirrétt?
Pjattrófurnar á Pjatt.is luma á uppskrift að frábærum múffum sem gott er að bjóða upp á yfir Útsvarinu í kvöld. Uppskriftina þróaði Una Dögg matarbloggari Pjattrófanna og hentar hún vel fyrir þau sem hafa verið heppin í berjamó. Una segir nokkrar átta ára skólastelpur hafa smakkað múffurnar til þar til þær urðu fullkomnar.
Hér er svo uppskriftin að múffunum. Og munið, að það er góð hugmynd að leyfa börnunum að hjálpa til við útbúa þær.
Innihald
- 300 gr hveiti
- 50 gr sykur
- 1/2 tsk sykur
- 3 msk kakó
- 2 tsk lyftiduft
- 2 stk egg
- 150 gr brætt smjör og látið kiln
- 5 dropar af kókos- eða vanillu stevíu
- 1 dl mjólk
- 50 gr súkkulaðispænir
- 50 gr fersk bláber
- 50 gr hvítt súkkulaði
Aðferðin
1. Hitið ofninn í 180 gráður
2. Sigtið hveiti, kakó go lyftiduft í skál
3. Þeytið egg og sykur vel saman
4. Bræðið smjörið og látið kólna
5. Blandið svo öllu hinum saman við nema bláberjunum og hvítasúkkulaðinu
6. Setjið blönduna í muffins form
7. Stingið bláberjum hingað og þangað í hverja múffu og raspið hvítt súkkulaði yfir.
8. Bakið við 180 gráður á 15-18 mínútur.
Einfaldara verður það varla.
Verði ykkur að góðu og góða skemmtun yfir Útsvari.
Pingback: Guðrún Kristinsdóttir
Pingback: úllendúllen