Frábærar lestrarátak Ævars vísindamanns snýr aftur í fjórða sinn

Lestrarátak Ævars vísindamanns hófst á Nýársdag, 1. janúar 2018. Þetta er í fjórða skiptið sem Ævar blæs til lestrarátaks. Þetta er frábært átak sem hvetur fjölmarga til að lesa bækur sér til ánægju. Á þeim þremur árum sem lestrarátakið hefur farið fram hafa verið lesnar meira en 177.000 bækur. Ævar segir frá því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að spennandi verði að sjá hvernig tekst til.

Tekin verður upp nýbreytni á þessu ári. Í henni felst að krakkar í unglingadeild mega taka þátt á átakinu. Þetta þýðir að allir í 1.-10. bekk grunnskóla geta verið með í lestrarátakinu. Allir krakkar á sama aldrei og eru búsettir í útlöndum geta tekið þátt í lestrarátakinu.

Það er aldrei að vita nema það skili metþátttöku í verkefninu.

Flestir grunnskólar landsins hafa tekið þátt í lestrarátakinu. Það hafa líka gert íslenskir krakkar sem eru nemendur við Gladsaxeskóla í Danmörku

Svona takið þið þátt

Fyrir hverjar þrjár bækur sem þátttakendur í 1.-10. bekk lesa fylla þau út miða sem má finna á næsta skólabókasafni og skilja eftir þar. Því fleiri bækur sem eru lesnar, því fleiri miða eiga lestrarhestarnir í pottinum.

Lestrarmiðana er líka hægt að nálgast á vefsíðunni www.visindamadur.is.

Þann 1. mars lýkur átakinu. Þá verða allir lestrarmiðarnir sendir til Ævars vísindamanns. Hann mun af handahófi draga fimm miða úr lestrarátakspottinum.

Þeir fimm þátttakendur sem eiga miðana sem Ævar dregur upp verðar gerðar að ofurhetjum í nýjustu bók Ævars Þórs. Þetta verður ævintýraleg ofurhetjubók, sem gert er ráð fyrir að komi út í vor. Þetta verður líka fjórða bókin í ritröðinni Bernskubrek Ævars vísindamanns.

Fleiri viðtöl við Ævar Þór: Viðtal á ullendullen.is

Ítarlegri upplýsingar: vefsíðan vísindamaður

Fleiri upplýsingar: Vefsíða Ævars Þór

Myndband um rosalega flott veggspjald um lestrarátakið: Flott myndband

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd