Forvitnilegt ferðalag um Garðinn á Reykjanesi

_MG_5321

Finnst ykkur ekki gaman að fara í ferðalag?

Ferðalögin þurfa ekki að vera löng.

Það er gaman að ferðast um fallegt Reykjanesið. Það er gaman að fara í Garðinn á Reykjanesi. Þar er margt að skoða, ganga um fjörur, skoða Garðskagavita og leika á ýmsum stöðum.

En hvað vitið þið um Garð?

_MG_5378

Garðskagi er ysti tanginn á Miðnesi á Reykjanesskaga í sveitarfélaginu Garði á suðvesturhópi landsins. Garður er um 9 kílómetra frá Reykjanesbæ.

Garður á sér langa sögu. Svæðið kemur fyrir í Landnámabók, einni elstu heimildinni sem til er um landnám Íslands og Ari fróði er talinn hafa skrifað á fyrri hluta 12. aldar. Þar segir frá því landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson hafi viljað gefa Steinunni frænku sinni Romshvalanes, sem var ytri hluti Reykjanesskaga. Ekki vildi hún þiggja nesið að gjöf en bauð skipt að skipta á því og kápu. Það var svo Steinunn þessi sem gaf það loforð, að á nesinu skyldi ávallt vera vermannstöð. Það er líka eðlilegt enda miðin út frá Reykjanesi afar fengsæl.

Hver er þessi garður?

Þar búa um 1.500 manns í húsum, sem mörg hver eru með nokkuð stóra garða. Nokkuð langt er á milli sumra húsa.

_MG_5384

Einhverjum gæti auðvitað dottið í hug að heitir Garðs vísi í stóra garða í bænum. En það er fjarri sanni.

Garður dregur nafn sitt af Skagagarðinum sem lá frá túngarðinum á Útskálum að Kirkjubóli í Sandgerði. Fram kemur á vef Garðs að kornyrkja var algeng á Reykjannesi á landnámsöld og sé talið að bændur hafi hlaðið garðinn til að verja akra sína fyrir ágangi sauðfjár. Enn má greina hluta af Skagagarðinum til móts við Útskálakirkju.

Margt að skoða

Það er svolítið ævintýralegt að koma í heimsókn í Garðinn, ferðast svolítið um og finna skemmtilega staði til að leika sér.

Á Garðskaga eru tveir vitar. Á alfræðivefnum Wikipediu segir að sá minni sé meira en 100 ára gamall. Hann var reistur árið 1897. Nýi og stóri vitinn sem margir þekkja var reistur árið 1944, sama ár og Ísland varð sjálfstætt ríki og Sveinn Björnsson varð forseti. Hægt er að ganga að vitanum. Útsýnið er fallegt og fuglalífið sérstaklega skemmtilegt.

_MG_5375

Svo er líka hægt að fara í berjamó í nágrenni Garð, fara í golf, fara í sund í skemmtilegri sundlaug og í nestisferð.

Skrúðgarðurinn Bræðraborg er við Garðbraut og þykir hann ævintýriastaður fyrir börn þar sem felustaðir og fjársjóðir leynast víða.

Skemmtileg leiktæki

_MG_5318

Gerðaskóli í Garði var stofnaður árið 1872 og er hann þriðji elsti skóli landsins. Við skólann er fótboltavöllur og nokkur skemmtileg leiktæki sem gaman er að prófa.

Þegar sólin skín er upplagt að pakka niður nesti og fara í ævintýraferð í Garðinn á Reykjanesi.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd