Það er gaman að hjóla á fallegum degi. Hjólastígar eru útum allt í Reykjavík og nágrenni. Margir stígar tengja hverfi borgarinnar saman og aðrir leynast á milli húsa. Einkar fallegur og öruggur hjólastígur er á bak við Miðbæinn við Háaleitisbraut og liggur hann frá Háaleitisbraut og alveg niður að Safamýrarskóla. Það er líka hægt að fara inn á stíginn af öllum hliðargötum í Safamýrinni og frá blokkunum sem eru við Háaleitisbrautina neðanverða.
Lítið mál að finna hjólaleið
Ef þið viljið leita að sérstökum hjólaleiðum í borginni er tilvalið að skoða Hjólavefsjánna. Það er gagnvirkur vefur sem sýnir allar hjólaleiðir í Reykjavík.
Er langt síðan þið stiguð síðast á pedala? Engar áhyggjur. Enginn gleymir því hvernig á að hjóla.
Ef sólin skín og er tilvalið að fara niður í geymslu eða út í skúr, dusta rykið af hjólum fjölskyldunnar og skella sér í hjólatúr eftir einhverjum af fjölmörgum hjólastígum borgarinnar.
[ad name=“POSTS“]