Dorga á bryggjunni: Veiðum í góða veðrinu

Veðurspáin er fín víðast hvar á vestari helmingi landsins í dag með smávegis golu. Í þetta fínu veðri er gaman að finna bryggju eða vatn og veiða.

Það skiptir engu hvort maður er 3 ára eða 93 ára. Þótt dorgveiði geti reynt á þolinmæðina þá er alltaf jafn skemmtilegt að finna kippinn þegar fiskur bítur á öngul.

Hafið hins vegar í huga, að fiskur sem veiðist við bryggju er líklega ekki ætur. Ef þið eigið kött getið þið gert hann glaðan með nýveiddu í soðið.

Hér er tillaga.

Vinsælt er að dorga á tveimur stöðum á bryggjunum í Reykjavík. Staðirnir eru brúarsporðurinn á austurbakka hafnarinnar á milli Kolaportsins og Hörpu og úti á vesturhöfninni á Grandagarði hjá Kaffivagninum.

En hvað veiðist? Þið getið átt von á að hjá ykkur bíti þorskur, koli, ufsi, makríll, marhnútur og sjóbirtingur.

Það er tilvalið að fara niður að höfn að veiða. Og gætið að börnunum. Tólf ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Hvar: Reykjavíkurhöfn

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd